Skírnir - 01.01.1958, Síða 291
Skírnir
Ritfregnir
285
Ég kynntist þar vestra við menn úr mýkri tág
en manndóm þinn, sem bauð til fangs hverjum vanda.
Þeir börðust um fast, svo að birtuna legði é þá,
en bezt fór þeim jafnan í skugga þínum að standa.
Þeir bjuggu eins og forkar þeim blómskrýddu lendum á,
sem brosa við sjónum ofar skýjanna þaki,
en voru þó hljóðlaust stokknir um fertugt frá
sínum feðragörðum með kreppulánsskuldir á baki.
Ef til vill eru samt fallegustu kvæði bókarinnar helguð konunni og
hlutverki hennar. NýárskveSja til Hönnu og RœSa, sem átti aS halda,
hvort tveggja dálitlar perlur með ljóma ferskleikans yfir sér, af því að
þær eru af persónulegri gerð, þótt um gamalkunn efni sé að ræða. Ég
veit varla, hvort þeirra mér þykir betra, né heldur hver vísnanna, tek
hér upp eitt erindi Ræðunnar af handahófi:
Þú ert húsfreyjan góð,
sem hirðir allt smátt,
svo hvað er á sinum stað.
Þótt margt kunni að skorta,
margs sé fátt,
þú minnist ekki á það;
þitt bros er sólbjart
og borð þitt hlaðið,
er ber þína gesti í hlað.
Síðast en ekki sizt vil ég nefna kvæðið Dúfa mín góS, Dúfa mín blá,
sem hreif mig, held ég, mest; veit varla hvers vegna. Ef til vill er að
því mest nýjabragð. Það er að vísu lítt skilgreinanlegt, nema þá í löngu
máli. Jafnframt þvi sem kvæðið er um þann heilaga fugl, sem fyrirsögn
þess tilgreinir, túlkar það i öllu látleysi sínu einlæga þrá mannsins eftir
æðri verðmætum en dægurþrasi og veraldarauð, svo sem vitrunum, opin-
berun eða innblæstri. Fuglinn sá minnir á hið fornkveðna, að eitt sé nauð-
synlegt. Sérhver verður að leggja í það boðorð sinn skilning og við sitt
hæfi. Síðari hluti kvæðisins er svona:
Dúfa mín góð, dúfa mín blá.
Dögg og sól ráða dægranna litum,
og dvöl þín og koma er mörgu háð.
En hver stund, sem þú dvelur án uggs og ótta,
er unaðarstund af drottins náð,
dúfa mín góð, dúfa mín blá.
Dúfa mín góð, dúfa mín blá.
Sól vorra drauma, sól vorra dægra
sökkur að lokum í nátthöfin breið.
Þá vona ég glampi á gullinn væng þinn