Skírnir - 01.01.1958, Page 296
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Pétur H. Lárusson, kaupmaður, Akureyri.
Sigfús Sighvatsson, tryggingarstjóri, Reykjavík.
Sigurjón Jónsson, fv. bankastjóri, Helgafelli.
Sigurjón Stefánsson, verzlunarmaður, Reykjavík.
Steinn Steinarr, rithöfundur, Reykjavík.
Þórhallur Þorgilsson, bókavörður, Eyri.
Fundarmenn risu úr sætum og minntust hinna fráföllnu félagsmanna.
2. Ritari skýrði því næst frá stjórnarkjöri: Forseti var kjörinn Matthías
Þórðarson, með 204 atkvæðum, varaforseti Einar Ölafur Sveinsson, með
201 atkvæði, báðir til 2 ára; fulltrúar voru kosnir, til 6 ára, Ölafur Lárus-
son, með 204 atkvæðum, og Alexander Jóhannesson, með 203 atkvæðum.
Atkvæði höfðu greitt alls 226 félagsmenn.
3. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins fyrir
árið 1957, enn fremur reikninga yfir sjóð Margr. Lehmann Filhé’s og Af-
mælissjóð félagsins. Voru þeir allir endurskoðaðir, án athugasemda, af báð-
um endurskoðendum félagsins, Brynjólfi Stefánssyni framkvæmdastjóra,
og Einari Bjamasyni, aðalendurskoðanda rikisins. Voru allir reikningarnir
samþykktir af fundarmönnum.
4. Siðan voru endurskoðendur báðir endurkjörnir.
5. Forseti skýrði síðan frá útgáfu érsbóka yfirstandandi árs. Kvað hann
þær vera 3, Skímir, 3. h. V. b. af Annálum og Safns-hefti, 6. h. I. b. 2. fl.,
Njála í islenzkum skáldskap, eftir Matthías Jóhannessen. Voru þær sagðar
myndu verða búnar allar um næstu mánaðamót. Sökum sérlega mikils
kostnaðar við útgáfu þeirra, eða lággengis peninga hér, hækkaði nú árs-
tillagið, yrði 120 kr. þetta ár. — Af Fornbréfasafninu kæmi út hefti; yrði
það sent áskrifendum þess.
6. Þá var fundargjörð lesin upp og samþykkt. Siðan sleit forseti fundi.
Krístján Eldjárn.
Alexander Jóhannesson.