Bændablaðið - 19.06.2014, Qupperneq 21

Bændablaðið - 19.06.2014, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 *Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum (milljörðum lítra). Krókslón Hágöngulón Blöndulón Þórisvatn Hálslón Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Bjarnarlón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnfellslón 3 Gl. „Það verður geysilegt fjör og mikil gleði á landsmóti Sambands íslenskra harmonikuunnenda dagana 3.-6. júlí næstkomandi sem haldið verður á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu,“ segir Sigurður Ólafsson á Sandi í Aðaldal, en hann er formaður undirbúningsnefndar og á von á mörgum gestum víðs vegar að af landinu. Það eru Harmonikufélag Þing- eyinga og Félag harmonikuunnenda við Eyja fjörð sem eru gestgjafar á þessu 12. landsmóti SÍHU. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa móts í nær tvö ár. Fjöldi tónleika verður á mótinu og koma þar fram harmonikuleikarar frá hinum ýmsu héruðum landsins og félögunum öllum sem taka þátt í mótinu. Þarna munu ungir sem aldnir munda hljóðfærin og skal þar sérstaklega taka fram að yngsta kynslóð landsins mun sýna listir sínar í harmonikuleik ásamt hinum fjölmörgu listamönnum sem margir munu eflaust bíða eftir að heyra og sjá á Laugum þessa sumardaga fyrst í júlí. Haldið á Laugum í Reykjadal Mótið fer að mestu fram í íþrótta- húsinu á Laugum, enda er þar nægi- legt pláss fyrir mörg hundruð manns. Fagmenn munu vinna með hljóð og myndatökur á tónleikum og felst starf undirbúningsnefndar innar aðallega í því að allt gangi upp í íþróttahúsinu og öllu því sem varðar mótsgesti. Tjaldstæði verða bæði við íþróttavallarhúsið og sunnan við Reykjadalsána þar sem hægt verður að hafa bæði tjöld og húsbíla, enda þar nægt pláss og stutt í rafmagn. Þá verður reist stórt tjald á mótssvæðinu, en þar mun Kvenfélag Reykdæla selja veitingar handa gestum. Meðal gistimöguleika má nefna Fosshótel Laugar, Hótel Narfastaði, Einishús á Einarsstöðum og svefnpokapláss í Litlulaugaskóla. Á Laugum er verslunin Dalakofinn og er þar hægt að fá allar nauðsynjar. Dansleikir á hverju kvöldi Sigurður segir að að þetta verði fjölskylduhátíð sem eigi eftir að skilja eftir sig góðar minningar, enda hefur nefndin fyrir löngu pantað gott veður sem allir kunna vel að meta, ekki síst í góðra vina hópi harmonikuunnenda. Gestur landsmótsins verður norski harmonikuleikarinn Håvard Svendsrud, sem er einn atkvæðamesti harmonikuleikari sinnar kynslóðar og hefur leikið í leikhúsum og á veitingastöðum auk þess sem hann hefur unnið mikið við upptökur í sjónvarpi og útvarpi. Þetta er í annað sinn sem landsmót Sambands íslenskra harmoniku- unnenda er haldið á Laugum og býður nefndin alla velkomna á þetta glæsilega mót í júlíbyrjun. Mynd og texti: Atli Vigfússon Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda hefst 3. júlí Undirbúningsnefndin á Laugum í Reykjadal. Sterkar, léttbyggðar, endingagóðar, einfaldar, traustar og tilbúnar til afgreiðslu strax. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri 700 - Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Vantar þig vélarnar í verkið?

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.