Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 37

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 37
„Þegar við ákváðum að láta til skarar skríða fyrir tíu árum og stofna fatamerkið Farmers Market varð Grandinn fyrir valinu af praktískum ástæðum. Við höfð­ um ekki úr miklum fjármunum að moða auk þess sem nálægðin við miðbæinn og heimili okkar var hentug,“ segir Bergþóra Guðna­ dóttir, hönnuður Farmers Market. „Þó grunaði okkur einnig hver þróunin yrði á þessu svæði, að hún yrði eitthvað í ætt við það sem gerst hefur í öðrum borgum. Þar hafa iðnaðarhverfi gengið í endur­ nýjun lífdaga, og skapandi grein­ ar, gallerí og veitingastaðir hafa sprottið upp,“ segir hún og bendir á Meat Packing District í New York og Kødbyen í Kaupmannahöfn. Þessi þróun virðist vera að ganga eftir á Grandasvæði sem Berg­ þóru þykir afar ánægjulegt. „Hér eru komnir frábærir veitingastað­ ir og gallerí auk þess sem margir af helstu tónlistarmönnum lands­ ins hafa hér vinnuaðstöðu og stúd­ íó. Þetta blandast svo skemmtilega við höfnina og iðnaðarstarfsemina sem henni tengist.“ Stúdíóið breyttist í verslun Upphaflega ætluðu Bergþóra og maður hennar, Jóel Pálsson, að­ eins að opna hönnunarstúdíó á Hólmaslóðinni. „En smám saman jókst traffíkin þannig að við opn­ uðum verslun líka,“ lýsir Berg­ þóra. Þó Farmers Market sé í góðu samstarfi við nokkra aðra söluað­ ila á landinu um ýmsar vörur þá er verslunin á Hólmaslóð sú eina sem þau hjónin eiga og reka sjálf og býður upp á alla vörulínu merk­ isins. „Auk Farmers Market erum við með til sölu úrval af íslenskri tón­ list, bókum og ýmsu fallegu sem við handveljum sjálf og okkur þykir ríma vel við okkar vörulínu og konsept. Þar má nefna frönsku Aigle stígvélin, skart frá Aurum, Orra Finn og Chan Luu, heimilis­ vörur og ýmislegt fleira. Því ákváð­ um við að kalla verslunina Farmers & Friends, enda eru margir þess­ ir aðilar, eins og tónlistarmenn og hönnuðir, góðvinir okkar.“ List á veggjum Í versluninni er einn veggur sem lagður er undir sýningar af ýmsu tagi. „Hér hafa ýmsir lista­ menn sýnt verk sín á undanförn­ um árum. Í augnablikinu erum við reyndar sjálf með sýningu á aug­ lýsingamyndum Ara Magg sem hann hefur gert með Farmers Market undanfarin ár og hafa hlot­ ið mikla athygli.“ John Galliano í heimsókn Bergþóra segir að þau hafi stund­ um orðið hissa þegar í verslunina kemur fólk sem hefur keypt sér ferð til Íslands eftir að hafa lesið umfjöllun um búðina í tímariti, en fjallað hefur verið um Farmers & Friends í ýmsum þekktum erlend­ um blöðum á borð við Monocle, Vogue og fjölda ferðatímarita. „Eins urðum við hissa þegar við sáum einn daginn ritstjóra amer­ íska Vogue spóka sig í versluninni. Hann var geysilega forvitinn, mát­ aði helling af fötum og vildi fá að vita allt um fyrirtækið og hönnun­ ina. Hann kom svo aftur daginn eftir og þá með sjálfan John Galli­ ano með sér. Það var dálítið súr­ realískt.“ Alltaf eitthvað nýtt Ávallt bætist í úrvalið hjá Farmers Market. „Undanfarið hafa verið að bætast við nýjungar í flesta flokka vörulínunnar okkar. Til dæmis undirföt, peysur, skyrtur o.fl. Fyrir sumarið er svo væntan­ leg lítil sumarlína fyrir dömur sem ég hef verið að vinna að undanfar­ ið og er mjög spennt yfir.“ Suðupottur skapandi greina á Granda  Fatamerkið Farmers Market byggir á sjálfbærni og nútímalegri útfærslu á norrænum rótum í hönnun. Eina verslun Farmers Market, sem hefur alla línu merkisins til sölu, er Farmers & Friends að Hólmaslóð 2.  Þar má einnig finna úrval af annarri áhugaverðri hönnunarvöru. Verslunin er skemmtilega upp sett. Ávallt bætist í úrvalið hjá Farmers Market. Í versluninni er einn veggur sem lagður er undir sýningar af ýmsu tagi. Um þessar mundir prýða vegginn auglýsingamyndir Ara Magg fyrir Farmers Market. Falleg hönnun frá Farmers Market. Verslunin Farmers & Friends er afar falleg og þangað er skemmtilegt að koma enda gaman að skoða þá fjölbreyttu hönnunarvöru sem þar er að finna. Myndir/Ari MAGG Kynningarblað GrAndinn 23. apríl 2016 5 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -E 9 C 4 1 9 3 1 -E 8 8 8 1 9 3 1 -E 7 4 C 1 9 3 1 -E 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.