Skírnir - 01.01.1965, Síða 207
Skímir
Bréf send Skírni
189
nýja ljósprentunin, sem hafin er á einu merkasta ritsafni, sem Bókmennta-
félagið hefir gefið út um dagana: Islenskum gátum, skemmturmm, viki-
vökum og þulurn. Er þar gengið inn á braut, sem ætti að verða meira
og betur troðin af Bókmenntafélaginu framvegis. Og til þeirra hluta ætti
að finna upp ýmsar fjáröflunarleiðir, aðrar en eintómt félagsgjald, svo
sem happdrætti um bækur, korta-útgáfu af handritaskrauti o. fl. Það er
nú svo, að fræðimönnum fjölgar, en upplög gamalla bóka hækka ekki í
eintakafjölda. Auk fræðimannanna eru svo jafnan margir almennir les-
endur og safnarar, sem gagn og skemmtun hafa af hinum allra merkustu
eldri ritum. Þegar þjóðfræðasafni Ólafs Davíðssonar lýkur, eða helzt jafn-
framt því, ætti að hefjast handa um ljósprentun á Sýslumannaœfunum,
Safni til sögu Islands, Fornbréfasafninu og mannkynssögubókum Páls
MelsteÖs. Þá má alls ekki gleyma ljóðmælaútgáfunni af kviðum Hómers,
sem gerðu feðgamir Sveinbjörn Egilsson og Benedikt Gröndal, þvi að
þótt lausmálsþýðingar Sveinbjarnar séu nú til i útgáfu Menningarsjóðs,
eru ljóðmálsþýðingarnar engu minni fjársjóður. Hórasarbréf komu eitt
sinn út hjá Bókmenntafélaginu í einu hefti, sem hlaut aldrei sinn enda!
Hvernig væri að gefa nú allt handritið út? Þýðingin er eftir snillinga,
þótt eigi væri það Sveinbjörn, sem þar kom beinlinis við sögu.
Um ljósprentanir fræðilegra rita, eins og Sýslumannaæfa og Fom-
bréfasafns, má benda á, að nýjar skýringar um efnið, eða rökræður, ættu
að fylgja annaðhvort sem formálar fyrir nýrri útgáfu, eða i sérstökum
nýjum bókum, ef þurfa þykir. Fyrir allmörgum ámm var, svo sem kunn-
ugt er, gefin út ljósprentun af Árbókum Espólíns. Þeim fylgdi nýr for-
máli þá, eftir ágætan lærðan mann. Sama hátt ætti að hafa við hvert
gamalt merkisritsafn, sem ljósprentað er. Þar sem gagnrýni og leiðrétt-
ingar komast ekki fyrir í einum formála, þótt langur væri, verður að
rita heilar bækur, og þrátta af alefli, eftir þörfum og vilja
Margar fleiri Bókmenntafélagsbækur eru verðar ljósprentunar en þær,
sem þegar hafa verið nefndar. Það gæti verið fjárhagsatriði, tekjulind
fyrir félagið að gefa þannig út ýmsar fagurfræðibækurnar, eins og ljóð-
mæli gömlu skáldanna og skáldritaþýðingar, aðrar en Hómersbækur, sem
Bókmenntafélagið gaf út í gamla daga. Margur mundi vilja eignast þær
eftirmyndir.
Þó að eftir sé að vekja athygli á ritum eins og Landfrœðisögu Thor-
oddsens, Bókmenntasögu Finns, eða Biskupasögunum o. fl., kemur að því,
að það verður gert, ásamt gömlum árgöngum af Skírni, sem ætti að fá
aftur sína góðu gömlu kápu, er notuð var á árunum 1906 til 1920. Þá
er Bókmenntafélagið ekki eitt um að eiga hald á dýrum fjársjóðum bóka,
sem kunnar þurfa að verða í framtíðinni, í stórum upplögum. Fomleifa-
félagið á sína Árbók. Og Sögufélagið Dómasafn, ævisögur ýmsar og yngri
biskupasögur. Blanda ein hefir fengið uppreisn þar, að visu með hjálp
einkaframtaks.
Augljóst má vera, að þau sagnfræðirit, sem hér hafa verið nefnd, er