Skírnir - 01.01.1965, Page 234
216
Ritfregnir
Skímir
ardeildar við stofnun hennar 1848. En Brynjólfs naut skammt við. Heilsa
hans, andleg og líkamleg, bilaði sumarið 1850, og haustið 1851 andað-
ist hann, 41 árs að aldri.
Hér eru prentuð nær öll jiau einkabréf Brynjólfs, sem fundizt hafa,
og jþeim skipað í tímaröð. Þó hefur orðið að skipa fáeinum bréfum í
viðbæti, ]>ar eð setningu megintextans var lokið, er þau komu í leitirnar.
Eins og nærri má geta, eru bréfin misjöfn að gæðum og gildi, enda
aldrei ætluð til útgáfu. Víða er um endurtekningar að ræða, þegar sömu
fréttir eru skrifaðar tveimur eða fleiri mönnum. Margt er þama harla
lítilsvert, svo sem lausbeizlað kunningjarabb og skrif um fjárhagskrögg-
ur bréfritarans. En slikt eru smámunir einir á móts við það heimildar-
gildi, sem bréfin hafa, ekki einvörðungu um ævi Brynjólfs sjálfs, heldur
og um íslenzka stjórnmálasögu áratuginn fyrir þjóðfundinn. Þá er hér
mikinn fróðleik að finna um stúdentalífið í Höfn á þessum ámm og
margt fleira. Þegar á allt þetta er litið, orkar það ekki tvímælis, að hér
hefur verið valin hin rétta leið: að gefa út öll bréfin (önnur en ónýta
snepla). ÍJrval getur aldrei jafngilt heildarsafni, þótt mikið vanti á, að
allir geri sér það ljóst.
Aðalgeir Kristjánsson hefur annazt útgáfu bréfanna, stafrétt og vand-
virknislega. Hann hefur og samið við þau athugasemdir og skýringar,
bréfaskrá og nafnaskrá. Loks hefur hann ritað eftirmála, þar sem hann
greinir stuttlega frá ævi Brynjólfs og gerir auk þess grein fyrir útgáf-
unni og drætti, sem á henni varð af kynlegum orsökum. En þótt rétti-
lega megi bera lof á starf útgefandans, þá á frágangur bókarinnar að
öðm leyti minna hrós skilið. Notaður hefur verið allt of þunnur pappir,
svo að letur sést gegnum blaðsiður. Þá er letrið þannig valið, að naum-
ast er til augnayndis. Hins vegar er bókarkápan smekklega gerð. Og að
lokum ein aðfinnsla: Bókin fæst ekki innbundin. Mörgum mun sjálf-
sagt þykja það miður að geta ekki eignazt hana i bandi.
Gunnar Sveinsson.
Jóhannes úr Kötlum: Tregaslagur. — Heimskringla. Reykjavik
1964.
Að þessu sinni em það ekki nýort kvæði, sem Jóhannes úr Kötlum
sendir frá sér, heldur skýrir hann svo frá aftast í Tregaslag, að megin-
hluti kvæðanna í bókinni séu eldri en ÓljóS, sem út komu 1962, „í það
minnsta að stofni til“. Hér er þvi varla nýlundu að vænta, enda yrkir
Jóhannes svipað og áður, nema ívið daufara sé. Og það er ekki laust við,
að á bókinni sé nokkur samtíningsbragur.
Yrkisefni Jóhannesar eru hér af ýmsu tæi, en í stómm dráttum má
segja, að kvæðin skiptist í tvennt. Annars vegar em ljóðræn kvæði, blæ-
þýð og rómantísk, stundum með blæ eða ívafi þjóðkvæða. Þar kemur
fram þrá eftir bernskuunaði og sveitasælu, en undirtónninn oft tregi og
bölsýni. Hins vegar eru svo kvæði, sem em striðari að blæ, einkennast