Skírnir - 01.01.1983, Page 149
SKÍRNIR
HELGISÖGUR
143
berg heldur því fram að í sögunni verði vart við lærdómsáhuga
sem einkennandi sé fyrir munka af Benediktsreglu en hann hafn-
ar því að sagan sé samin á Þingeyrum sakir ‘zuruckhaltende
Darstellung der Saga in der Naturwunderepisode in Thingeyr-
ar’ (bls. 257), en þar á hann við þá frásögn sögunnar, þeg-
ar hinn sæli Jón hét til árs á vorþingi á Þingeyrum að þar skyldi
reisa kirkju og bæ, og segir þá sagan:
at á þeiri sömu viku váru í brottu ísar þeir allir, er þetta hallæri hafði af
staðit at miklum hluta, svá at hvergi varð vart við, en jörðin skipaðiz svá
skjótt við til gróðrar, at á þeiri sömu viku váru sauðgrös nær ærin 2‘4
Á því leikur lítill vafi að erlendur helgisagnaritari hefði gert
meira úr þessum atburði, en fyrir íslenska áheyrendur er þetta
stórkostlegt kraftaverk og girðir ekki fyrir að sagan sé þar sam-
in. í Jóns sögu er ekki heldur nefnt að Jón Ögmundarson hafi
stofnað klaustrið á Þingeyrum eins og lengi liefur verið haft fyr-
ir satt og er að finna í Lárentíus sögu og einu skjali frá 14. öld.
Koppenberg bendir á að helgisagnaritari hefði varla sleppt því
að hampa slíkum atburði.23 Af því mætti fremur álykta að báðar
gerðir Jóns sögu hafi verið skrifaðar áður en Jóni var eignuð
hlutdeild í stofnun klaustursins. Ljóst er af heimildum að það
er Auðun rauði Þorbergsson sem reynir að stuðla að aukinni
vegsömun Jóns og áheitum innan biskupsdæmisins; hann læt-
ur taka upp hið meira hald (duplex festum) á færsludag (trans-
latio) Jóns 3. mars og væri eðlilegt að ætla að við það tækifæri
liefði ii-gerð sögunnar verið gefin út.24 Hún heyrir til norð-
lenska Benediktínaskólanum að stíl og efnistökum, en einn
helsti fulltrúi hans er Bergur Sokkason. Hann gekk til bræðra-
lags á Þingeyrum 1316 eða 1317. Væri ólíklegt, ef hann væri rit-
stjóri sögunnar, að hann hefði ekki látið þess getið að Jón
liefði stofnað klaustrið.25 í þessu sambandi er vert að geta þess
að í formála Æ-gerðarinnar er sögunni haldið fram sem ‘rétt-
ligri frásögn’ og getur því vísað til þess að sú gerð hafi verið
álitin sannari eða réttari.
Það er eðlilegt að rannsóknarmaður vilji kanna forsendur
dýrkunar hins helga manns og það samfélag sem liún er sprott-
in upp úr. Þetta gerir Koppenberg að vissu marki. Hann rekur