Skírnir - 01.01.1983, Side 170
164
ÁRNI BÖÐVARSSON
SKÍRNIR
íslenskra ritraða og fleiri þessi háttar nöfnum notaðir að hætti enskrar
tungu, ekki islenskrar. Til að mynda er í ritaskránni ritað Byskupa Sögur,
íslenzk Fornrit, en í textanum sjálfum stendur þó Grettis saga o.s.frv.
Þá hefði verið gott að hafa i bókinni lítið yfirlit um hvers konar breyt-
ingar hafa helst orðið frá fomíslensku til nýíslensku, án þess þó að gera
nákvæma grein fyrir þeim. Meginefnið hefði komist á eina blaðsíðu eða
svo. Það hefði komið að góðu gagni og getað auðveldað notendum aðgang
að nútímaíslensku. Samsvarandi yfirlit, líkt og í alfræðibók, um tengsl ís-
lensku við önnur mál hefði einnig átt erindi f bókina til að víkka sjón-
hringinn. Um allan slíkan fróðleik verða notendur því að leita út fyrir
bókina.
Ég sé til að mynda hvergi minnst á að sáralítill munur er á forníslensku
og fornnorsku, þótt finnanlegur sé og fari um sumt eftir einföldum reglum.
Þá er hvergi minnst á mismunandi rithátt í samræmdum útgáfum, að hann
er í mörgum þeirra allur annar en i bókinni. Þess er ekki heldur getið að
höfundar eða skrásetjarar forníslenskra texta bjuggu við alfrjálsa stafsetn-
ingu og fylgdu engum samræmdum reglum í nútímaskilningi. Þeirra við-
miðun var aðeins sú að lesandinn skildi.
Öll slík fræðsla held ég eigi erindi í bók af þessu tagi, svo að nemendur
séu ekki með öllu háðir náð eða kunnáttu kennarans.
Til þessa hefur verið algengast í íslenskum orðasöfnum að sýna beyging-
ar með kenniföllum nafnorða (nefnifalli og eignarfalli eintölu, nefnifalli
fleirtölu) og kennimyndum sagnorða. Þá er nemendum bent á leið beyg-
ingakerfisins til að finna allar beygingarmyndir orðsins. En með þess-
ari aðferð hafa lýsingarorð orðið út undan því að engin samsvarandi reglu-
bundin aðferð hefur verið höfð til að sýna stofn þeirra eða beygingu. Auk
þess kemur hún þá fyrst að fullu gagni þegar nemendur hafa lært beyg-
ingu viðeigandi beygingarflokks. Óðrum gagnar ekki að sjá orðmyndir eins
og gestr, -s, -ir eða skjóta — skaut — skutu — skotit.
Höfundar þessarar kennslubókar fara aðra leið. Þeir sýna í svigurn við
hvert orð hver stofn þess er. Raunar er oft vafamál hvaða mynd stofnsins
er árangursríkast að sýna í bók af þessu tagi. En þess ber að gæta að nem-
endur sem nota þessa aðferð verða einnig að læra hina eldri til þess að geta
notað sér orðabækur og aðrar handbækur. Aftur er það ótvíræður kostur
að á þennan hátt læra nemendur stofninn um leið og þeir læra orðið. Því
á hún einmitt heima í kennslubók, og við kennslu, bæði útlendinga og ís-
lendinga, hef ég oft saknað reglubundinnar framsetningar þar sem fram
kæmi grunnmynd orðsins sem í íslensku er svo oft önnur en yfirborðsgerðin.
Þrátt fyrir þessa kosti virðist mér að misræmi milli samsvarandi orða eða
beygingarmynda geti orðið notendum til trafala og sums staðar hefði ég
kosið að höfundar hefðu beitt aðferð sinni öðruvísi. Stofnmyndin kvœð-j-
við orðið kvæði er til dæmis til þess fallin að leiða nemendur á villigötur
og koma inn þeirri hugmynd að þágufall fleirtölu sé kvœðjum og eignar-
fall fleirtölu kvceðja, eins þó þeir viti að á undan i hverfur þetta j að