Skírnir - 01.01.1983, Side 185
SKÍRNIR
RITDÓMAR
179
og nefnir dæmi um hve fljótt hann lendir í erfiðleikum með að ná mark-
miði ferðarinnar, ýmis atvik og fólk sem eiga að vera og veita svör við spurn-
ingum vekja upp nýjar. T.d. svara Tumi Jónsen og frú Fína nákvæmum
spurningum sögumanns með þessum orðum: „Ef stórt er spurt verður oft
Iítið svar væni rninn" og „oft má satt kyrt liggja".
Höf. nefnir hvernig hlutlæg frásögn Umba setji mark sitt á byggingu
sögunnar. Sögumaður leiði ekki söguna á rökrænan hátt heldur dragi til-
viljanakennd atvik áfram söguþráðinn nánast markmiðslaust. Kreppa sög-
unnar (og jafnframt sögumanns) birtist síðan með ýmsu öðru móti. T.d.
sé hæðst að því að strangvísindalegar mælingar hafi fólgnar í sér endanlegan
sannleika, fáránleikinn verði alger þegar þannig mælikvarði er lagður á ein-
föld fyrirbæri eins og skúrgrey.
í öðrum hluta kaflans fjallar höf. um áhersluna sem Kristnihaldið leggur
á ábyrgðina að segja jafnt sem þegja. Embætti sr. Jóns felst í því að boða
orðið. Hins vegar vantreystir hann orðum og hefur því neglt fyrir kirkju-
dyrnar. Jökullinn er fyrir honum andstæða orðsins. Þessa hneigð Kristni-
haldsins gegn orðabruðli telur höf. vera ástæðu fyrir því hve rík sagan er
að táknum, með notkun þeirra takist Halldóri að koma boðskap sínum til
skila með sem fæstum orðum. Höf. minnir á að þetta sé í anda þeirrar taó-
speki sem Halldór aðhyllist. Höf. finnst það hins vegar ekki skipta megin-
máli fyrir skilning á sögunni að hún geymi taóísk einkenni. Hitt sé eftir-
tektarverðara að Halldór bregði yfir hana dulúðugu ljósi. Þetta geri vest-
rænurn lesendum erfiðara um vik, þeir hneigist til að segja tákn sögunnar
óskiljanleg. Höf. telur að táknin séu mystifíseruð af ráðnum hug Halldórs
enda sé í sögunni lögð áhersla á að náttúran sé ofar mönnum, hún breyti
högum þeirra en þeir ekki henni. Því til styrktar nefnir höf. dæmi um afdrif
bíls og kirkju í Kristnihaldinu.
Höf. leggur áherslu á andstæður sr. Jóns og Umba, sá fyrrnefndi standi
gegn nútíma lifnaðar- og samfélagsháttum, hinn síðarnefndi sé hins vegar
afsprengi ráðvillts neyslusamfélags. Hvað verður um Umba í lokin viti
hvorki sagan né Halldór. Höf. finnst það merki um úrræðaleysi hjá Halldóri
að hann skuli eftir Kristnihaldið algerlega snúa sér að sjálfsævisögulegu
efni og liðnum atburðum sem geisli f blámóðu fjarlægðarinnar.
í seinasta hluta fjórða kafla metur höf. stuttlega afstöðu sögunnar til sam-
félagsins.
Staða sr. Jóns finnst höf. sérkennileg, hann er hafinn upp yfir viðmið
samfélagsins. Eins og fleiri persónur í verkum Halldórs hafnar hann neyslu-
þjóðfélaginu, hann hvorki kaupir vörur né stundar sjálfsþurftarbúskap, ekki
yrkir hann jörðina eins og Steinar í Hlíðum. Rafmagn fær hann ekki vegna
þess að hann biðji um það heldur er honum það lögskipað. Þótt sagan
gerist i þröngum samfélagsgeira, sem engan veginn er dæmigerður fyrir sam-
félagið í heild, minnir höf. á að gagnrýni prestsins beinist að öllu samfé-
laginu. Að mati höf. dregur sagan upp alúðlega mynd af prestinum og
einstaklingshyggju hans andstætt illúðlegu samfélagi og afsprengjum þess.