Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1983, Side 185

Skírnir - 01.01.1983, Side 185
SKÍRNIR RITDÓMAR 179 og nefnir dæmi um hve fljótt hann lendir í erfiðleikum með að ná mark- miði ferðarinnar, ýmis atvik og fólk sem eiga að vera og veita svör við spurn- ingum vekja upp nýjar. T.d. svara Tumi Jónsen og frú Fína nákvæmum spurningum sögumanns með þessum orðum: „Ef stórt er spurt verður oft Iítið svar væni rninn" og „oft má satt kyrt liggja". Höf. nefnir hvernig hlutlæg frásögn Umba setji mark sitt á byggingu sögunnar. Sögumaður leiði ekki söguna á rökrænan hátt heldur dragi til- viljanakennd atvik áfram söguþráðinn nánast markmiðslaust. Kreppa sög- unnar (og jafnframt sögumanns) birtist síðan með ýmsu öðru móti. T.d. sé hæðst að því að strangvísindalegar mælingar hafi fólgnar í sér endanlegan sannleika, fáránleikinn verði alger þegar þannig mælikvarði er lagður á ein- föld fyrirbæri eins og skúrgrey. í öðrum hluta kaflans fjallar höf. um áhersluna sem Kristnihaldið leggur á ábyrgðina að segja jafnt sem þegja. Embætti sr. Jóns felst í því að boða orðið. Hins vegar vantreystir hann orðum og hefur því neglt fyrir kirkju- dyrnar. Jökullinn er fyrir honum andstæða orðsins. Þessa hneigð Kristni- haldsins gegn orðabruðli telur höf. vera ástæðu fyrir því hve rík sagan er að táknum, með notkun þeirra takist Halldóri að koma boðskap sínum til skila með sem fæstum orðum. Höf. minnir á að þetta sé í anda þeirrar taó- speki sem Halldór aðhyllist. Höf. finnst það hins vegar ekki skipta megin- máli fyrir skilning á sögunni að hún geymi taóísk einkenni. Hitt sé eftir- tektarverðara að Halldór bregði yfir hana dulúðugu ljósi. Þetta geri vest- rænurn lesendum erfiðara um vik, þeir hneigist til að segja tákn sögunnar óskiljanleg. Höf. telur að táknin séu mystifíseruð af ráðnum hug Halldórs enda sé í sögunni lögð áhersla á að náttúran sé ofar mönnum, hún breyti högum þeirra en þeir ekki henni. Því til styrktar nefnir höf. dæmi um afdrif bíls og kirkju í Kristnihaldinu. Höf. leggur áherslu á andstæður sr. Jóns og Umba, sá fyrrnefndi standi gegn nútíma lifnaðar- og samfélagsháttum, hinn síðarnefndi sé hins vegar afsprengi ráðvillts neyslusamfélags. Hvað verður um Umba í lokin viti hvorki sagan né Halldór. Höf. finnst það merki um úrræðaleysi hjá Halldóri að hann skuli eftir Kristnihaldið algerlega snúa sér að sjálfsævisögulegu efni og liðnum atburðum sem geisli f blámóðu fjarlægðarinnar. í seinasta hluta fjórða kafla metur höf. stuttlega afstöðu sögunnar til sam- félagsins. Staða sr. Jóns finnst höf. sérkennileg, hann er hafinn upp yfir viðmið samfélagsins. Eins og fleiri persónur í verkum Halldórs hafnar hann neyslu- þjóðfélaginu, hann hvorki kaupir vörur né stundar sjálfsþurftarbúskap, ekki yrkir hann jörðina eins og Steinar í Hlíðum. Rafmagn fær hann ekki vegna þess að hann biðji um það heldur er honum það lögskipað. Þótt sagan gerist i þröngum samfélagsgeira, sem engan veginn er dæmigerður fyrir sam- félagið í heild, minnir höf. á að gagnrýni prestsins beinist að öllu samfé- laginu. Að mati höf. dregur sagan upp alúðlega mynd af prestinum og einstaklingshyggju hans andstætt illúðlegu samfélagi og afsprengjum þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.