Skírnir - 01.01.1983, Page 195
SKÍRNIR
RITDÓMAR
189
ur sem merking þeirra felst í ýtarlegri mannlýsingu í sjónarmiðju sagnanna,
hinsvegar sögur sem höfuðpersónum þeirra er augljóslega ætlað einhvers-
konar tákn- eða dæmigildi umfram hina bókstaflegu merkingu málsins og
lagt er út af henni í sögunum sjálfum. Eða sögur sem skipa sálfræði- og
siðferðislegum dæmum upp í viðlíka sögusnið, Vegurinn yfir heiðina eftir
Þórleif Bjarnason, Andóf í þraut eftir Jón Dan? Efasemi manns um íslensk-
ar smásögur stafar auðvitað ekki af þvi að ekki séu margar góðar sögur í
safninu, eins og til dæmis fyrrnefndar sögur Hagalíns og Indriða, miklu
heldur af hinu hvað þar eru margar sögur sem ekki greina sig á neinn hátt
frá, hvað þá bera af mörgum öðrum sögum samtímis sér eða öðrum og
annarskonar sögum eftir sömu höfunda. Af því helgast Iíka hvað safnið
verður kynlega fábreytt aflestrar, sögurnar einatt líkar sín í milli.
í sögu eftir erki-realista frá öldinni sem leið, Birni í Gerðurn eftir Jónas
Jónasson frá Hrafnagili, sem upp er tekin í íslenskar smásögur, er augljós
vilji höfundar, metnaður sögunnar að varpa ljósi á lífið í kringum sig,
samtíð og samfélag. Þar ber á góma hin og önnur brýn viðfangsefni í þá
daga — eins og sullaveiki, skottulækningar, mormónatrú og vesturfarir. í
miðri sögu tekur höfundur blað frá munni sér og fer beinlínis að predika
fyrir lesandanum skynsamlega skoðun á heilbrigðismálum. En ætli merking,
hvað þá gildi sögunnar hafi nokkru sinni falist í þessum og þvílíkum
efnisatriðum liennar? Slíkt sem það er stafar það öllu heldur af hinni níð-
angurslegu lýsingu sögunnar á örbjarga, vonarsnauðu mannlífi og lífshátt-
um, og af henni kann umvöndun, ádeila sögunnar að hafa þegið mátt sinn,
ef einhver var. Hvað sem líður skynsamlegri skoðun á kaffibrúki í sveitum
verður kaffidrykkjan út í gegnum söguna svo sem myndrænt leiðarstef,
árétting þess umkomuleysis sem hún lýsir. Og merking sögunnar alveg
bókstafleg, sagan hvorki tákn eða dæmi upp á eitt eða neitt utan sjálfrar
sín. Ætli sé ekki svo um rnargar aðrar og betri smásögur sem með raunsæis-
móti fjalla um hin eða önnur yrkisefni úr eigin samtíð?
Nú á dögum finnst víst fáum margt um Björn á Gerðum, hvað sem ver-
ið hefur, þó lesa megi söguna sem menningarsögulegt dæmi eða heimild.
Hitt má þar fyrir vera að hin svarta sýn á yrkisefnið sem þar birtist í
og með umvöndunar- og umbótastefnu hennar komi víðar og síðar fram
í sögum — ýmsurn sögum Halldórs Stefánssonar með yfirvarpi þjóðfélags-
lýsingar og ádeilu, til dæmis, þorpssögum Guðbergs Bergssonar eða Stein-
ars Sigurjónssonar frá seinni árum, svo að eitthvað sé nefnt. Og hér í safn-
inu í skringisögu úr sjávarplássi eftir lítt kunnan höfund, Grafaranum í
Lýsufirði eftir Stanley Melax. Það er ekki endilega víst að arfurinn eftir
raunsæisstefnu og natúralisma sé allur þar sem hann er séður.
Það er ekki þar fyrír, flest veigamesta efnið, margir höfundar, sumar
einstakar sögur, er svo sem sjálfgefið í safnrit eins og Islenskar smásögur.
Svo er um alla helstu skáldsagnahöfunda, allt frá Einari Kvaran og Jóni
Trausta til Guðbergs Bergssonar og Thors Vilhjálmssonar, að þeir birta
einnig margt af smásögum, og þarf þá ekki endilega að líta á smásögur