Skírnir - 01.01.1986, Page 254
250
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
á teningnum. Þar er öllum frelsiskröfum annarra manna en eigna-
fólks vísað á bug. Þar dugar gagn og gaman öreiganna, af uppá-
tækjum hinna sem eitthvað eiga, fyllilega til þess að þeim megi
bjóða og banna eftir megni.“
Þorsteinn misskilur hér kenningu Nozicks. „Gagn og gaman
öreiganna“, sem Þorsteinn kallar svo, dugir samkvæmt kenningu
Nozicks alls ekki til þess, að þeim megi bjóða og banna eftir
megni. Öðru nær. Nozick rökstyður tilkall manna til gæða, sem
þeir hafa slegið eign sinni á, ekki með því, að aðrir hafi haft af því
gagn eða gaman, heldur með því, að aðrir hafi ekki beðið neitt
tjón, eins og við sjáum, þegar við lesum aftur orð hans um bóta-
kröfu Fouriers og skáletrum þau, sem skipta mestu máli: „Til
slíkra bóta mundu þeir einir eiga tilkall sem væru efnaminni en
þeir voru áður, þannig að framfarirnar hefðu ekki bætt þeim
skaðann af frelsissviptingunni með bættum efnahag.“ Mikill
munur er auðvitað á því að réttlæta frelsisskerðingu með því, að
menn hafi af henni gagn (eins og Nozick gerir að sögn Þorsteins),
og hinu, að þeim hafi ekki verið unnið neitt mein (eins og Nozick
gerir í raun og veru).42
En Þorsteinn kemst þrátt fyrir allt nálægt raunverulegum
vanda. Sá er, hvort Nozick geti í öðru orðinu fordæmt frelsis-
skerðingu manna sökum föðurlegrar umhyggju valdsmanna um
þá, en í hinu orðinu varið þá frelsisskerðingu, sem felst í eignar-
réttinum, með því, að menn hafi ekki beðið neitt tjón hennar
vegna (eða að þeim hafi verið bætt að fullu það tjón, sem þeir
kunni að hafa beðið). Frelsisskerðing er frelsisskerðing, hvað
sem líður góðum (eða slæmum) afleiðingum af henni, og frjáls-
hyggjumaður af ætt Nozicks hlýtur að vera andvígur allri frelsis-
skerðingu einstaklingsins annarri en þeirri, sem réttlætist af sama
frelsi annarra manna, ætli hann að vera sjálfum sér samkvæmur.
Mótsögn virðist vera á milli eindreginnar varnar Nozicks fyrir
rétti einstaklingsins til þess að játa eða neita þeim kostum, sem
aðrir bjóða honum, og þeim rökstuðningi hans fyrir eignarrétti,
að enginn bíði hans vegna neitt tjón, þótt frelsi þeirra sé skert.
Hvernig leysum við þessa mótsögn?43