Skírnir - 01.01.1986, Page 280
276
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
Statics, bls. 103. Ég hygg, að þeir Kant og Spencer hafi sett frelsisregluna
fram með skýrari hætti en Mill, þar sem þeir nota ekki skaðahugtak, held-
ur réttindahugtak, til þess að marka frelsinu reit. Þú hefur til dæmis fullan
rétt til þess að sækja um embætti á móti manni, þótt þú skaðir hann með
því, þar sem þú ert hæfari en hann og hlýtur því embættið.
35. Matthías Johannessen: „Frjálshyggja og vclferðarþjóðfélag" í Frelsinu
(6. árg. 1985), bls. 115.
36. Robert Nozick: Anarchy, State, and Utopia, bls. 180.
37. Friedrich A. Hayek: The Constitution of Liberty, bls. 136.
38. Sbr. áðurnefndan ritdóm minn um eina bók Rothbards, The Ethics ofLi-
berty, í Frelsinu (4. árg. 1983), bls. 84-86.
39. Svo háttar til í Bandaríkjunum, eins og margir vita, að sósíaldemókratar
eða lýðræðis-samhyggjumenn hafa náð heitinu „liberals" af frjálshyggju-
mönnum, og er það nú víða orðið þar skammaryrði, því að venjulegir
Bandaríkjamenn hafa litlar mætur á lýðræðis-samhyggju. Sbr. Joseph A.
Schumpeter: History of Economic Analysis (útg. af E.B. Schumpeter,
Oxford University Press, New York 1954), bls. 394: „Andstæðingar
frjálshyggjunnar gátu ekki vottað henni betur virðingu sína, þótt þeir hafi
ekki ætlað sér það, en með því að telja hyggilegt að taka upp nafn
hennar."
40. Kenning H. L. A. Harts er í „Are There Any Natural Rights?" í Political
Philosophy (ritstj. Anthony Quinton, Oxford University Press 1967), bls.
53-66.
41. Robert Nozick: Anarchy, State, and Utopia, bls. 90-95.
42. Þorsteini til málsbóta skal þó bent á, að þessi ónákvæmni er líka í ritgerð
Cheyneys C. Ryans, „Property Rights and Individual Liberty" í Reading
Nozick, bls. 338-9, sem hann tekur gagnrýni sína upp úr.
43. Mér eru minnisstæðir fyrirlestrar prófessors G. A. Cohens í Oxford, en
hann setti þessa ætluðu mótsögn í máli Nozicks mjög skýrt fram og án
þeirrar ónákvæmni og mælskubragða, sem einkennir svo marga aðra sam-
hyggj umenn. Það var í tilraunum mínum til að svara honum munnlega og
bréflega, sem ég bar fram þær röksemdir, er getur að líta á næstu blaðsíð-
um.
44. íslendingabók og Landnáma (útg. Jakob Benediktsson, Hið íslenska
fornritafélag, Reykjavík 1968), síðari hluti, bls. 337.
45. Þessar röksemdir mínar taka aðeins til gæða, sem áður voru ónumin.
Þessu til viðbótar má nefna röksemdir frá Israel M. Kirzner um það,
hvernig ný gæði séu sköpuð, án þess að neinir skaðist, með uppgötvunum
framkvæmdamanna (entrepreneurs) í ritgerðinni „Entrepreneurship,
Entitlement, and Economic Justice“ í ReadingNozick, bls. 383-411. Noz-
ick segir mér, að honum finnist þessi ritgerð Kirzners einna athyglisverð-
ust í ritsafninu.
46. Robert Nozick: Anarchy, State, and Utopia, bls. 42-45.
47. Þó hafa margir nytjastefnumenn auðvitað verið frjálshyggjumenn, og ber