Skírnir - 01.04.1998, Page 12
Frá ritstjórum
Saga íslenskrar menningar á þessari öld og rithöfundarferill Halldórs
Kiljans Laxness (1902-1998) eru samofin og verða, ef að líkum lætur,
skoðuð í ljósi hvors annars um langan aldur. Skírnir minnist skáldsins
með tvennum hætti að þessu sinni. Sigurður Líndal fjallar um lærdóms-
manninn Halldór og þakkar honum margháttaða velvild í garð Hins ís-
lenska bókmenntafélags á umliðnum áratugum. Þá skrifar Arni Berg-
mann grein um sýn Sovétmanna til íslenskrar menningar og samfélags en
þýðingar á skáldverkum Halldórs, ásamt þýðingum á fornritunum,
gegndu þar mikilvægu hlutverki.
Franski fræðimaðurinn Roland Barthes hefur haft drjúg áhrif á skrif
manna um bókmenntir og menningu á síðustu áratugum. I greininni
„Dauði Barthes“ kynnir Hermann Stefánsson þennan skemmtilega
hugsuð og rýnir í örlög hans í hinum margræða táknheimi nútímans.
„Egill lítt nam skilja ..." heitir grein eftir Bergljótu Soffíu Kristjánsdótt-
ur um kappakvæði 17. aldar skáldkonunnar Steinunnar Finnsdóttur.
Fræðimönnum hefur sýnst kvæðið hefðbundið að allri gerð en Bergljót
bendir á sjálfstætt og jafnvel meinhæðið viðhorf Steinunnar til forn-
sagnahetjanna. I grein sinni um stórmennsku ræðir Kristján Kristjánsson
þessa fornu hugsjón Aristótelesar, einkum í ljósi kristinna siðferðishug-
mynda síðari tíma. Eðli trúarsannfæringar og játninga er aftur á móti
viðfangsefni Birnu Bjarnadóttur en hún gagnrýnir nýlega játningabók Is-
aks Harðarsonar með hliðsjón af skrifum Kierkegaards, Nietzsches og
fleiri höfunda.
í vorhefti Skírnis fyrir tveimur árum skrifaði Árni Björnsson um
merkingu og notkun orðsins „þjóðtrú". I þessu hefti svarar Árni gagn-
rýni sem fram hefur komið á grein hans en hér birtist einnig ritgerð eftir
Christophe Pons sem skoðar draugatrú íslenskrar fjölskyldu frá mann-
fræðilegu sjónarhorni. Grein Davíðs Loga Sigurðssonar veitir hins vegar
yfirlit yfir þá umræðu sem farið hefur fram á síðum Skírnis og víðar um
íslenska þjóðernishyggju og beinir sjónum að hliðstæðum hennar við
írska þjóðernishyggju og máivernd.
í Skírnismálum ræðir Þórhildur fsberg um Guðrúnu Hjaltalín,
skólameistarafrú á Möðruvöllum, og þá neikvæðu mynd sem dregin hef-
ur verið upp af henni í nokkrum ritum frá síðustu áratugum. í greinum
um bækur skrifar Kristín Bragadóttir um nýleg rit Böðvars Kvaran og
Inga Rúnars Eðvarðssonar um sögu íslensks prentverks og bókaútgáfu.
Einnig ræðir Baldur Hafstað um rómaðar vesturfaraskáldsögur Böðvars
Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, þar á meðal sögulegt
og bókmenntasögulegt baksvið þeirra.
Skáld Skírnis að þessu sinni er Sigurður Pálsson og eru þrjú ný ljóð
hans í heftinu. Myndlistarmaður Skírnis er Kristín Gunnlaugsdóttir en
Guðmundur Oddur Magnússon birtir hér samræðu við Kristínu og verk
hennar.
Róbert H. Haraldsson og Jón Karl Helgason