Skírnir - 01.04.1998, Side 24
18
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Loks má hér nefna tvær ritgerðir sem báðar lúta sérstaklega að
hinum kaþólska bakgrunni íslenzkrar miðaldamenningar, ekki
sízt bókmenningar. Hin fyrri er „Forneskjutaut“15 þar sem Hall-
dór kemur víða við. Þar er ýtarleg umfjöllun um Eyrbyggjasögu,
ekki sízt um það sem hún segi okkur um trúarlíf fólks á þeim
öldum sem hún fjallar um. I því samhengi minnir Halldór enn á
hversu langur tími sé liðinn frá atburðum til ritunartíma og
kaþólskur maður hafi haldið á skriffærum. Að vísu muni hann
ekki sterklega mótaður af hugsunarhætti kirkjunnar manna. I
þessu samhengi bendir hann á að sagan um kristnitökuna sé
kaþólsk sagnfræði. Því megi ekki álykta að hér hafi geisað eitt-
hvert stríð milli tveggja trúarbragða, kristni og heiðni. Orsök
þess að kristni hafi hrósað auðveldum sigri virðist hafa verið sú
að fylkingarbrjóst heiðinna manna hafi verið veikt ef það var þá
til. Heiðni hafi ekki verið neinn rétttrúnaður, heldur óskipuleg
trú á vættir og goðmagn máls, en kirkjan hafi lagzt gegn hvoru-
tveggja án þess að það hyrfi með öllu - þessa gæti enn í dag.
Hann bendir á að í upphafi hljóti kristni að hafa verið boðuð með
frumstæðum hætti, hún hafi í augum fyrstu kynslóða kristinna
manna í reynd verið betri fjölkynngi en heiðni. Ekki hafi verið
lögð sérstök rækt við eiginlega trúfræðslu í upphafi, messan fór
fram á latínu og bænir voru lesnar á latínu, þar á meðal Faðir vor.
Það hafi ekki verið tiltækt almenningi á móðurmálinu fyrr en
seint og um síðir, enda ekki tekið með sitjandi sældinni að snara
svo útsmognum texta handa norrænum vættatrúarmönnum.16
Til nánari skýringar bendir Halldór á að Faðir vor hafi ekki
verið lesið, heldur verið fastur liður í messutexta sem tónaður var
með sínu lagi gegnum allar miðaldir eftir reglu sem fastskorðuð
var og fyrirskipuð á dögum Gregoríusar I. Latneski textinn hefði
lærzt um leið og lagið þótt menn skildu ekkert í honum. Þetta
15 Skírnir, Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 147 (1973), bls. 5-31. Endur-
pr.: Þjóðhdtíðarrolla. Helgafell. Reykjavík 1974, bls. 15-74.
16 I Hómilíubókinni sem talin er frá því um 1200 er Faðir vor á latínu ásamt
þýðingu og hver bæn rækilega útskýrð. Álitamál er þó hvernig menn hafa
meðtekið þá útlistan. Islenzk hómilíuhók. Fornar stólræður. Sigurbjörn Ein-
arsson, Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson rituðu inngang. Hið íslenzka
bókmenntafélag, Reykjavík 1993, bls. 280-86, sbr. bls. 39-44.