Skírnir - 01.04.1998, Page 25
SKÍRNIR
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
19
rökstyður hann nánar í ritgerðinni „Faðirvor á miðöldum".17
Flann lýkur þeirri ritgerð með þessum orðum:
Það hefur áreiðanlega ekki verið af meinbægni við fólk eða mannfyrir-
litningu að rómversk-kaþólska kirkjan lét ólæsan almúga læra jafn
óíslenzkulegar þulur og faðirvor og „heill þér María“ á latínu, heldur vel
vitandi um að á máli kirkjunnar öðluðust þessir textar kraft töfraþulunn-
ar sem veldur jarteinum, en á móðurmálinu hefðu þeir verið líklegir til
að valda lítt sáluhjálplegum heilabrotum.
II
Flér hefur verið reynt að bregða upp fáeinum dæmum af fræði-
legum skrifum Halldórs Kiljans Laxness. Af miklu meira væri að
taka og má hér vísa til ritgerða Bjarna Einarssonar og Guðrúnar
Nordal sem áður var getið, en þau gera glögga grein fyrir
nokkrum ritgerðum Halldórs sem hér er ekki sagt frá.
Viðhorfi sínu til iðkunar fræðanna lýsir Halldór svo:
Eg vil þó taka það fram, svo enginn haldi mig langi að villa á mér heim-
ildir, að sjálfur hef ég engar sjálfstæðar rannsóknir gert, hvorki í fornsög-
um né öðrum efnum. Um hvert fróðleiksatriði sem finnast kann í
þessum greinum er vitnað til vísindamanna sem ég treysti. Ef þessar
greinar hafa nokkurt gildi er það af því að rithöfundur dregur ályktanir
af hlutum sem almenningur er vanur að fræðimenn fjalli um einir. Rit-
höfundur hlýtur að draga dálítið aðrar ályktanir en fræðimaður af sömu
staðreynd. Hann ber að efninu úr annarri átt en til dæmis málfræðing
eða sagnfræðing, spyr annars og fær þess vegna önnur svör; en hann deil-
ir ekki við hina beztu fræðimenn um fróðleiksatriði, heldur er þeim
þakklátur.18
Það sem einkennir fræðiskrif Halldórs er hugmyndaauðgi,
ímyndunarafl, innsæi og hugvitsamlegar ályktanir, eiginleikar
sem enginn góður fræðimaður getur án verið, en mönnum eru
gefnir í ólíkum skömmtum. Um sitthvað má deila í kenningum
17 Seiseijú, mikil ósköp, bls. 59-68.
18 „Minnisgreinar um fornsögur". Tímarit Máls og menningar [6] (1945), bls 13-
56, sbr. bls. 13. Endurpr.: Sjálfsagdir hlutir. Helgafell. Reykjavík 1946, bls. 9-
66, sbr. bls. 9-10.