Skírnir - 01.04.1998, Page 28
22
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Augljóst er að erlend rit hafa haft áhrif á höfunda fornbók-
menntanna þótt tengslin séu ekki alltaf ljós. I þeim ritsmíðum
sem hér hefur verið fjallað um bendir Halldór á að Ari fróði hafi
haft undir höndum eitthvert fjölmargra latínurita sem sett hafi
verið saman á Englandi um Játmund konung helga eftir lát hans
og það sé ritið sem hann vísar til í Islendingabók. Þá bendir hann
á tengsl sögu Hamborgarbiskupa við Eiríkssögu rauða, bein eða
óbein þar sem höfundur lýsir sjálfsprottnum vínviði og ósánu
korni. Þá áréttar hann að Islendingar hafi þekkt Alfræði Isidors
frá Sevilla, enda er á fáeinum stöðum til hans vitnað í fornritum.21
Ennfremur að Ari hafi þekkt Sögu Hamborgarbiskupa eftir
Adam frá Brimum.22
Athugunum Halldórs fylgja svo óvæntar ábendingar og skýr-
ingar sem verða þá um leið nærtækastar, en fræðimönnum hættir
stundum til að leita langt yfir skammt. Þannig verða lifnaðarhætt-
ir írskra munka meginskýring á því hvers vegna hér varð ekkert
landnám Ira, frægð Játmundar helga skýring á því hvers vegna
Ari miðar tímatal við víg hans, sagan af Ólafi Tryggvasyni eins
konar helgisaga, söguleysi sögualdar til þess að íslendingasögur
verða til og sálarheill Guðríðar Þorbjarnardóttur til þess að engin
tíðindi berast af Vínlandi til Rómar, að heiðni hafi ekki verið
neins konar skipuleg trúarbrögð og af þeim sökum hafi kristni
verið lögtekin án teljandi átaka, boðskapur kirkjunnar verið
mönnum í upphafi jafnóskiljanlegur á íslenzku sem latínu og blót
verið einkaathafnir sem leyfðar hafi verið eftir kristnitöku. - I
tengslum við kristnitökuna má bæta því við að sú athygli sem
Halldór vekur á elztu kristinréttarákvæðunum er fullt tilefni til
að gefa þeim frekari gaum.
Eins og sagði í upphafi þessa kafla einkennir hugmyndaauðgi,
ímyndunarafl og innsæi öðru fremur fræðaskrif Halldórs. Styrk-
ur hans er ekki sízt fólginn í þeirri víðtæku þekkingu sem hann
21 „Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvæðum“. Tímarit Máls og menningar 31
(1970), bls. 1-24, sbr. bls. 18-19. Endurpr.: Yfirskyggðir staðir. Ýmsar
athuganir. Helgafell. Reykjavík 1971, bls. 12-48, sbr. bls. 37-39.
22 Jakob Benediktsson telur ekki miklar líkur til þess að Ari hafi þekkt það rit
eða sótt mörg efnisatriði til erlendra rita, sbr. Formála. Islendingabók. Land-
námabók. Islenzk fornrit I, bls. XXV.