Skírnir - 01.04.1998, Page 32
26
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
enn rammari einangrun frá umheiminum en gerst hafði í hreins-
ununum miklu 1936-1938. A þessum tíma var af alefli reynt að
slíta þau samskipti sem tekist höfðu milli sovéskra þegna og Vest-
urlanda á árum sameiginlegrar baráttu gegn Hitler. Undir leið-
sögn Zhdanovs, menningarstjóra Stalíns, var gerð hörð hríð að
„þjóðleysingjum og heimsborgurum" sem „beygja sig í duftið
fyrir Vesturlöndum". Til dæmis var lagt allt kapp á að „sanna“ að
rússnesk menning og þá bókmenntir hefðu hvorki fyrr né síðar
haft nokkuð til Vesturlanda að sækja. Þessi sovésk-rússneska
þjóðrembuherferð kostaði fjölda manns atvinnu og frelsi og
skapaði mikinn ótta við allt sem útlent var og leiddi m.a. til þess
að fáir þorðu að hafa frumkvæði um að þýða og gefa út rit frá
öðrum löndum, nema þá helst sígild rit og sakaði ekki að Marx
eða Lenín hefðu lýst velþóknun sinni á þeim.3
Af þessum sökum sneru rússneskir fræðimenn sem fengust
við Norðurlönd sér um alllangt skeið (1937-1953) helst að mál-
vísindum, sem talin voru tiltölulega meinlaus. Og þýðingar ný-
legra rita úr Norðurlandamálum eru mjög fáar. Það er ekki fyrr
en á sjötta áratugnum að umtalsverðar breytingar verða þar á.
Þær eru tengdar greiðari og öflugri samskiptum Sovétmanna við
önnur lönd og endurskoðun á mörgu í sovéskri hugmyndafræði
sem hefst nokkru eftir að Stalín hverfur af sviði, „Hlákunni“ svo-
nefndu sem kennd var við samnefnda skáldsögu eftir Ilja
Erenbúrg.4 Þá fyrst skapast almennar forsendur fyrir því að sá
áhugi sem finna mátti á íslenskri menningu meðal Rússa og við-
leitni íslenskra manna til að láta til sín heyra í Sovétríkjunum gæti
borið árangur og svo til þess að íslenskur menningararfur og lífs-
hættir gætu með sérstæðum hætti orðið hluti af því endurmati og
þeirri umræðu sem fram fór þar eystra.
Tveir menn koma mest við sögu á þessu breytingaskeiði.
Annar er Halldór Laxness, en fyrstu þýðingar á bókum hans á
3 Marc Slonim: Soviet Russian Literature. Oxford 1977, bls. 304-308. Edmund
Stevens: This is Russia. Uncensored. New York 1950. Konstantin Simonov:
Glazami tsjeloveka moego pokolenija. Moskva 1988, bls. 106-33.
4 Ilja Erenbúrg: „Ljúdi, gody, zhizn“. Sobranije sotsjinenij IX. Moskva 1967.
Árni Bergmann: „Hláka, frosthörkur, endurskoðun“. Tímarit Máls og menn-
ingar 4, 1987.