Skírnir - 01.04.1998, Síða 33
SKÍRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
27
rússnesku komu út árið 1954 og réðu að sjálfsögðu miklu um þá
mynd sem Rússar gerðu sér af Islandi upp frá því. Hinn er sá
ágæti málfræðingur og bókmenntafræðingur M. I. Steblin-
Kamenskij (1903-1981).
Bókmenntir engum líkar
M. I. Steblin-Kamenskij varði doktorsritgerð sína um dróttkvæð-
an skáldskap við Leningradháskóla árið 1948 og árið 1955 kom út
kennslubók hans í forníslensku (Drevneislandskij jazyk). Ari
síðar kom út undir hans ritstjórn Islandskije sagi, safn Islendinga-
sagna á rússnesku og hafði hann sjálfur þýtt Njálu. Þetta var
upphaf mikils þýðinga- og fræðastarfs Steblins-Kamenskijs og
lærisveina hans, sem hafa síðan gefið út á rússnesku allar helstu
Islendingasögur, Heimskringlu, Snorra-Eddu og nýjar þýðingar á
Eddukvæðum.5 Einn þessara manna, Sergej Petrov, sem um langt
skeið var pólitískur fangi og útlagi í Síbiríu, tók sér það meira að
segja fyrir hendur að þýða kveðskap fornskálda með stuðlum,
höfuðstöfum, rími og kenningum römmum, en slíkt hafði aldrei
fyrr verið reynt á rússnesku.6
Starf Steblins-Kamenskijs og lærisveina hans varð miklu af-
drifaríkara en einar saman upptalningar á þýðingum íslenskra
fornbókmennta gefa til kynna. Þeir komu þessum bókmenntaarfi
á menntakort Rússa með einkar afdráttarlausum hætti eða eins og
segir í greinargerð um líf og störf Steblins-Kamenskijs: „Svo er
þessum útgáfum að þakka að norrænar bókmenntir eru á okkar
dögum orðnar að sjálfsagðri staðreynd í vitund lesenda.“7 Aldrei
5 Islandskije sagi, Moskva 1956; Starshaja Edda (Eddukvæði) Leningrad 1963;
Mladshaja Edda (Snorra-Edda), Leningrad 1970. Islandskije sagi - Irlandskij
epos, Moskva 1973 (íslendingasögur ásamt írskum sögum í heimsbókmennta-
safni sem kom út í 300 þúsund eintökum); Saga o Grettire, Leningrad 1976;
Snorri Sturluson: Krúg zemlji (Heimskringla), Moskva 1980.
6 Poezija skaldov nefnist úrval úr forníslenskum skáldskap í þýðingu Petrovs
sem kom út í Leningrad árið 1979 á forlagi Sovésku Vísindaakademíunnar. Sjá
ritdóm Helga Haraldssonar: „Að yrkja dróttkvæði á rússnesku". Þjóðviljinn
12.06.1980.
7 Smirnitskaja, Berkov, Voronkova: „O znatsjenii rabot M. I. Steblina-
Kamenskogo". Skandinavskij shornik XXVIII, 1984, bls. 159.