Skírnir - 01.04.1998, Page 34
28
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
þreyttust þeir á að hamra á því að á íslandi hafi til orðið bók-
menntir sem engum öðrum eru líkar. Steblin-Kamenskij segir í
formála bókar sinnar Bókmenntir verða til sem kom út að honum
látnum:
Fornar íslenskar bókmenntir urðu mér einskonar álög. Mest furðaði ég
mig á því hve gerólíkar þær voru að allri innri gerð þeim bókmenntum
sem ég áður þekkti, þ.e.a.s. bókmenntum okkar tíma. Mér fannst að verk
forníslenskra bókmennta hefðu verið saman sett með allt öðrum hætti en
bókmenntaverk sem nú eru samin og að þau hafi verið ætluð smekk og
skynjun sem var allsendis ólík því sem við nú þekkjum [...]. Lásum við
ekki inn í (þessa fornu texta) eitthvað sem var þeim með öllu framandi
þegar við beittum á þá hugtökum eins og „hugmyndalegt innihald“,
„listrænt form“, „áform höfundar", „frumleiki", „raunsæi" - þ.e.a.s.
hugtökum sem við notum þegar við fjöllum um bókmenntir okkar tíma?
Með öðrum orðum: mér fannst að ég hefði rekist á eitthvert fornt þró-
unarstig bókmennta, að ég hefði komið að bókmenntunum þegar þær
voru að verða til. 8
Ut frá þessum skilningi á íslenskum fornbókmenntum skrifaði
Steblin-Kamenskij margar merkar ritgerðir og bækur. Ein helsta
hugmynd hans er sú að með Islendingasögum og dróttkvæðum sé
á bækur festur viss áfangi í þróun bókmennta frá nafnleysi til
höfundarvitundar. Hann leit svo á að þeir sem rituðu íslendinga-
sögur hafi ekki lagt nafn sitt við þær vegna þess, að þeim fannst
ekki að þeir hefðu lagt neitt sem um munaði frá sjálfum sér til
þeirra „sanninda" sem frá var sagt. Aftur á móti þekki menn nöfn
skálda sem ortu drápur og lausavísur, vegna þess að hjá þeim var
höfundarvitund svo langt fram gengin að þeir gátu stært sig af
þeirri íþrótt að kunna vel að fara með hið erfiða form. En, bætti
Steblin-Kamenskij við, sjálfsvitund skáldsins náði aðeins til
formsins - ekki til innihaldsins sem var oftar en ekki það sama í
hverju kvæðinu af öðru (kóngar börðust og gáfu úlfum hræ).9
Túlkun Steblins-Kamenskijs reynist við nánari skoðun annað
og meira en merkilegt framlag til bókmenntasögu sem vakti
8 M. I. Steblin-Kamenskij: Stanovlenije literatúry. Leningrad 1984, bls. 142-43.
9 M. I. Steblin-Kamenskij: Mír sagi. Leningrad 1971, íslensk þýðing Heimur Is-
lendingasagna. Reykjavík 1981; Mif. Moskva 1976; Istoritsjeskaja poetika.
Leningrad 1978; Drevneskandinavskaja literatúra. Moskva 1979.