Skírnir - 01.04.1998, Page 36
30
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
hugmyndir um bókmenntir og samfélag. Árið 1973 birti hann í
ársritinu Skandinavskij sbornik, sem hóf göngu sína árið 1956 og
varð helsti vettvangur sovéskra Norðurlandafræða, eldheita
málsvörn fyrir kveðskap Egils, Hallfreðar og Þormóðar Kol-
brúnarskálds. Hann mótmælir þeirri staðhæfingu sovéskra bók-
menntafræðinga að dróttkvæði væru ekki aðeins rýr að innihaldi
og illskiljanleg vegna ofhlæðis í formi heldur og yfirstéttarkveð-
skapur, óralangt frá einfaldleika og raunsæi sem einkenndi þann
skáldskap sem alþýða manna kynni að meta. Petrov neitar því að
skáldskapur sem ætlaður sé alþýðu manna hljóti að vera einfaldur
og aðgengilegur í formi. Hann telur fornan íslenskan skáldakveð-
skap einmitt dæmi um að útsmogin „formalísk“ list geti verið
fullkomlega alþýðleg. Það sýni sjálfar vinsældir skáldskapar á Is-
landi bæði til forna og á okkar dögum, þegar alþýðleg íþrótt fer-
skeytlunnar heldur við þeim ströngu og erfiðu formkröfum sem
gerðar voru til fornra skálda.14
Steblin-Kamenskij og lærisveinar hans höfðu ekki einungis
áhuga á því hvernig forníslenskar bókmenntir urðu til og hvaða
ályktanir um menningarsögu mætti af þeim draga. Þeir vilja ekki
síður vita hvaða hlutverki þær gegni í heimalandi sínu á okkar
dögum. Þar með er hafið ævintýralegt og afdrifaríkt ferðalag inn í
íslenskan samtíma.
Þessu ferðalagi er ágætlega lýst m.a. í ferðapistlum Steblins-
Kamenskijs og lærisveins hans, Valerijs Berkovs, í tímaritinu
Novyj mir15 og bókinni Islensk menning (Kúltúra Islandii, 1967).
í þeirri bók sem byggir bæði á rannsóknum höfundar og heim-
sóknum til íslands 1958 og 1965 gerir Steblin-Kamenskij grein
fyrir norrænni goðafræði, íslendingasögum, skáldskap fornum og
nýjum, þjóðsögum og þjóðtrú og leitast við að átta sig á því hvað
hafi orðið um þennan arf í íslenskum samtíma. í stuttu máli sagt
14 S. V. Petrov: „Poezija drevneislandskikh skaldov i ponjatije narodnosti v
iskússtve“. Skandinavskij sbornik XVIII, 1973, bls. 186-93. Eins og oft í sov-
éskri umræðu er ádrepan sett fram undir rós, Petrov vitnar ekki beint í hugs-
anlega andstæðinga sína heldur snyrpir þá saman undir formúlunni „alþekkt
viðhorf".
15 M. I. Steblin-Kamenskij: „Na konje Zolotaja griva v stranú sag“. Novyj mir 4,
1961; V. P. Berkov: „Islandija - bez gejzerov“. Novyj mir 1, 1968.