Skírnir - 01.04.1998, Page 41
SKÍRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
35
manna sem gegna líkamlegum og andlegum störfum. í ferðapistli
eftir Steblin-Kamenskij sjálfan í Novyj mir er því sérstaklega
hrósað að íslensk börn og unglingar taki snemma þátt í störfum
fullorðinna og þá börn framámanna í þjóðfélaginu engu síður en
afkvæmi Jóns og Gunnu. í skrifum hans er ísland landið þar sem
hvorki þarf að óttast þjófa né lögregluþjóna. Þar þurfa menn ekki
að lítillækka sjálfa sig og aðra með þjórfé. íslendingar þekkja ekki
skriffinnsku, allir eiga greiðan aðgang að öllum. Þeir eru lausir
við hátimbraða yfirbyggingu - til dærnis komast forsætis- og ut-
anríkisráðuneytið fyrir í litlu einnar hæðar húsi með kvisti.21 I
þessum lýsingum er engu líkara en Island sé komið nær en Sovét-
ríkin því stéttlausa þjóðfélagi sem þau skyldu stefna að sam-
kvæmt framtíðarsýn Leníns í Ríki og bylting.
Steblin-Kamenskij skrifar vissulega á svipuðum nótum og
margir aðrir Islandsvinir - breskir, þýskir, franskir, sem fyrr og
síðar hafa svo einlæga og sterka samúð með flestu sem íslenskt er
að þeir sjá íslenskt samfélag í mjög jákvæðu ljósi og leiða helst hjá
sér ávirðingar þess. En sem fyrr segir: hans sérstaða er sú að hann
er sovéskur þegn, skrifar fyrir landa sína, og lesandi hans freistast
því stöðugt til að bera túlkun hans á Islandi saman við algeng
sovésk viðhorf til annarra vestrænna ríkja. Og þá kemur hann
fljótlega auga á það að í skrifum Steblins-Kamenskijs er gefið í
skyn að frumstæð pólitísk tvískipting heimsins byggi á hæpnum
forsendum og að til geti verið samfélag sem leysir margan vanda
mannlegra samskipta á annan og betri hátt en Sovétmenn.
Sovéskt samfélag gerði mikinn mun manna eftir stöðu þeirra,
þar sem og í Rússlandi keisaranna réði staða hvers og eins í þjóð-
félagsstiganum gífurlega miklu um það hvernig fram var við hann
komið.22 En á Islandi, segja þeir Steblin-Kamenskij og Berkov,
þykist enginn yfir annan hafinn. I Sovétríkjunum var óhugsandi
að synir og dætur áhrifamanna ynnu fyrir sér í sumarleyfum eins
og tíðkaðist á Islandi. Þar var og mikill munur á borg og sveit,
21 Kúltúra Islandii, bls. 9-26; Steblin-Kamenskij: „Na konje...“, bls. 214;
Berkov: „Islandija...“, bls. 200 og204.
22 Um yfirvald og þegna sjá m.a. Andrej Sakharov: O strane i mire. New York
1975.