Skírnir - 01.04.1998, Page 43
SKÍRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
37
eitthvað eftir landa sína um ísland var líklegast að þeir væru að
kynnast tilbrigðum við skoðanir Steblins-Kamenskijs. Fordæmi
hans, sem átti sér forsögu í vinsældum Islands og annarra Norð-
urlanda í Rússlandi um síðustu aldamót, hafði bein og óbein áhrif
á það, að Islandi var fenginn sérstakur staður á heimskortinu eins
og það var skoðað frá Sovétríkjunum: það varð heldur góðkynja
undantekning frá úrkynjuðum Vesturlöndum.
Sem dæmi urn jákvæðar ályktanir sem menn drógu af skrifum
Steblins-Kamenskijs má nefna ritdóm eftir Dmitrij Likhatsjov
um Kúltúra Islandii sem birtist í Novyj mir. Likhatsjov lýsir fyrst
vanþóknun sinni á fljótfærnislegum skrifum um menningu er-
lendra þjóða sem algeng séu í Sovétríkjunum. Þessar ritsmíðar
geri allt hvað öðru líkt í ólíkum löndum með því að setja þau öll
undir einn hatt kapítalismans. Bók Steblins-Kamenskijs sé hins-
vegar skrifuð af víðtækri þekkingu og næmleika fyrir sérkennum
þjóða, sem hljóti að hrífa rússneska lesendur. Spyrja má, segir
greinarhöfundur, hvort það sé ómaksins vert að lesa bók sem
fjallar um land þar sem búa aðeins um það bil 200 þúsundir
manna? Svarið sækir hann til Steblins-Kamenskijs sjálfs: „Ferða-
lög eru fróðleg vegna þess að þau sýna okkur það sem er ólíkt því
sem við eigum að venjast - til þess að við getum betur skilið það
sem við erum vön.“ Og Island, bætir Likhatsjov við, er svo sann-
arlega „ólíkt land“ öðrum löndum. Með öðrurn orðum: Island er
mjög sérstætt fyrirbæri í heiminum - sú sérstaða getur orðið nyt-
samleg okkur Rússum sjálfum. Þar með er Island orðið Sovét-
rússum vænleg fyrirmynd á ýmsum sviðum: „Fyrir okkur, sov-
éska lesendur, er mjög lærdómsrík sú ást sem Islendingar leggja
við þjóðlegan arf sinn, við náttúruna og allt sem minnir þá á for-
tíð landsins."24 Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur.
Dmitrij Likhatsjov var einn fremsti fræðimaður seinni tíma á
sviði fornra bókmennta og sögu Rússlands. Flonum fannst einatt
að hin tæknivædda framfaratrú Sovétmanna sinnti ekki þeim arfi
sem skyldi. Á dögum Gorbatsjovs varð hann formaður Menning-
arsjóðsins svonefnda sem sinnti náttúruverndarmálum, varðveislu
fornra bygginga og fleiri nauðsynlegum verkefnum sem vanrækt
24 D. Likhatsjov: „Saga ob Islandii". Novyj mir 12, 1967, bls. 272.