Skírnir - 01.04.1998, Page 45
SKÍRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
39
Menn gætu haldið að verk Halldórs Laxness hefðu snemma
verið þýdd á rússnesku á þeim tíma því hann var þegar á fjórða
áratugnum orðinn mjög hliðhollur Sovétríkjunum og heimsmynd
þeirra. Svo var þó ekki. Ekki var farið að gefa bækur hans út á
rússnesku fyrr en eftir dauða Stalíns árið 1953. Það ár birtist
fyrsta þýðingin - á smásögunni „Osigur ítalska loftflotans í
Reykjavík" í stærsta vikublaði Sovétríkjanna, Ogonjok (sem kom
út í um tveim milljónum eintaka) og á næstu tveim árum birtust
nokkrar helstu smásögur Halldórs í sama blaði og voru síðan
gefnar út undir heitinu Lilja í „Bókasafni Ogonjoks" árið 1955.
„Ungfrúin góða og húsið“ birtist einnig fyrst sem framhaldssaga í
þessu blaði árið 1956. Fyrstu skáldsögur Halldórs í rússneskri
þýðingu komu á bók árið 1954 - Atómstöðin og Sjálfstœtt fólk.
Leikritið Silfurtunglið var flutt í Moskvu árið 1955 og kom út á
bók sama ár. A næstu árum bætast við allmargar nýjar þýðingar á
verkum Halldórs en þó ekki með þeim hraða eða í þeirri röð sem
við mætti búast. Brekkukotsannáll birtist í útbreiddu tímariti árið
1958, Salka Valka kom út árið 1959, Islandsklukkan 1963,
Heimsljós ekki fyrr en 1969, Paradísarheimt 1977, Dúfnaveislan
(smásagnasafn) 1978.29
Um svipað leyti og þessi útgáfa hófst er Steblin-Kamenskij að
koma á prent þýðingum sínum á Njálu og fleiri Islendingasögum:
nýjar bækur og gamlar voru samferða í Rússlandi eins og verið
hafði fyrir byltingu. Bækur Halldórs hafa að sínu leyti vafalaust
ýtt undir áhuga á því að þýða fleiri íslenska nútímahöfunda. En
fleira kemur hér til, ekki síst félagið MÍR, Menningartengsl Is-
lands og Sovétríkjanna, sem Kristinn E. Andrésson var frum-
kvöðull að en Halldór Laxness var fyrsti forseti þess. Með starfi
MÍR tókust þau persónulegu kynni sem skipta jafnan rniklu máli
þegar örlög bóka ráðast. Flestir Sovétmenn sem á sjötta áratugn-
um og framan af þeim sjöunda heimsóttu ísland og skýrðu frá
ferðum sínum heim komnir voru í sendinefndum á vegum MÍR
eða nutu fyrirgreiðslu þess félags. Einna fyrstur þeirra (1952) var
Sofronov, ritstjóri vikuritsins Ogonjok sem fyrst birti sögur Hall-
29 Þýðendur voru fjórar konur, N. Krymova, A. Emzina, V. Morozova og S.
Nedeljajeva og mun hin síðastnefnda ein hafa getað þýtt beint úr íslensku.