Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 46
40
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
dórs á rússnesku; sjálfur skrifaði hann formála að fyrstu útgáfu
Atómstöðvarinnar. Arið 1953 kom rithöfundurinn Boris Polevoj
sem skrifaði formála að fyrstu útgáfu Sjálfstæðs fólks á rússnesku.
Steblin-Kamenskij kom í fyrstu tvær heimsóknir sínar til Islands
á vegum MÍR. Kristinn E. Andrésson, sjálfur umsvifamikill
bókaútgefandi, nýtti þessi samskipti vafalaust til að ýta undir það
að fleiri höfundar en Halldór Laxness væru þýddir á rússnesku
og meðmæli hans munu hafa ráðið mestu um slíkar útgáfur,
a.m.k. á sjötta áratugnum.30 En hitt er víst að langmestur hluti
bóka eftir íslenska höfunda sem sovétþegnar höfðu aðgang að
voru verk Halldórs Laxness bæði á rússnesku og öðrum tungum
landsins - armensku, georgísku, úkraínsku, eistnesku, lettnesku,
litháísku.31
30 Islenskur aðall Þórbergs kom út í styttri útgáfu 1957 (Na púti k Ijúbimoj),
smásagnasafn eftir Halldór Stefánsson 1960 (Metsjta prodajotsa), barnabókin
Suður heiðar (Maltsjiki s Lingeiri) eftir Gunnar M. Magnúss kom út 1960,
Litbrigði jarðarinnar (Igra krasok zemli) Ólafs Jóhanns Sigurðssonar 1961 og
smásagnasafn eftir hann 1966 (Ladja Islandii), Sagan af Hjalta litla eftir Stefán
Jónsson 1963 (Saga o malyshe Kbjalti), þáttasafn eftir Jónas Árnason 1964 (Ja
idú iskat). Auk þessa kom heimspekirit Brynjólfs Bjarnasonar Forn og ný
vandamál út 1955 (Filosofskije etjúdy), bók Gunnars Benediktssonar Saga þín
er saga vor (Islandija v borbe za nezavisimost) 1957, rit Einars Olgeirssonar
Ættarsamfélag og ríkisvald (Iz proshlogo islandskogo naroda) 1957. Rit Krist-
ins E. Andréssonar Islenskar samtímabókmenntir kom út í styttri þýðingu
árið 1957 (Sovremennaja islandskaja literatúra). Smásögur, m.a. eftir Gunnar
Gunnarsson og Þóri Bergsson, birtust í tímaritum sem og ljóðaþýðingar. I
safni norrænna ljóða, Sovremennaja skandinavskaja poezija (1959), eru ljóð
eftir 14 íslensk skáld, þeirra á meðal Stephan G., Stefán frá Hvítadal, Davíð
Stefánsson, Stein Steinarr, Jakob Smára, Hannes Sigfússon og Snorra Hjartar-
son - en þar vantar t.d. bæði Tómas Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum.
Eftir þessa hrinu fækkar þýðingum úr íslensku mjög að undanskildum þýð-
ingum og endurútgáfum á verkum Laxness. Árið 1971 kom út Niðjamála-
ráðuneyti Njarðar P. Njarðvík (Ministerstvo detorozdenija), 1972 Svört messa
Jóhannesar Helga (Tsjornaja messa), 1974 Dægurvísa (Pesn odnogo dnja) og
Snaran (Petlja) eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Síðan eru verk Halldórs Lax-
ness og fornar íslenskar bókmenntir svo til ein á sviðinu allt þar til út kemur
árið 1987 allstórt úrval íslenskrar samtímaljóðlistar (Iz sovremennoj islandskoj
poezii).
31 Sjálfstxtt fólk kom út í urn það bil 550 þúsund eintökum í Sovétríkjunum, 430
þúsund eintökum á rússnesku (1954, 1960 og 1977), á litháísku 1957 í 10 þús-
und eintökum, úkraínsku 1959 í 13.500 eintökum, lettnesku 1960 í 15 þúsund
eintökum, eistnesku sama ár í 40 þúsund eintökum, á armensku 1967 (upplag
óþekkt) og á georgísku 1968 í 40 þúsund eintökum.