Skírnir - 01.04.1998, Page 55
SKÍRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
49
manns Sovéska rithöfundasambandsins fram yfir daga Stalíns,
manns sem aldrei þreyttist á að brýna fyrir kollegum sínum póli-
tíska árvekni og baráttuvilja og væri því allt eins líklegur til að sjá
í samlíðunarboðskapnum vafasaman „afstrakt húmanisma".
Verk og skrif Halldórs Laxness tóku í fleiri efnum undir við
þær hræringar sem urðu með sovésku menntafólki um og fyrir
1960 þegar undanhald pólitísks rétttrúnaðar er að hefjast á
menningarsviðinu.50 Til dæmis var birtur árið 1957 í tímaritinu
Inostrannaja literatúra fyrirlestur Halldórs frá 1954 um „Vanda-
mál skáldskapar á vorum dögum“. Hugmyndum sem fram komu
í því erindi var andmælt í hinu íhaldssama tímariti Zvezda í langri
grein eftir D. Tamartsjenko. Þar var Halldór - í allri kurteisi þó -
sakaður um að hafa „um margt hæpnar og rangar hugmyndir um
raunsæislist og sovétbókmenntir“.51 Enda hafði Halldór í erindi
sínu gagnrýnt sovéska list fyrir að fegra veruleikann í þágu upp-
eldissjónarmiða, hún reyndi að „sýna hvernig gera á annars
flokks veruleika að fyrsta flokks veruleika“.52 En aðrir fögnuðu
ritgerð Halldórs, þeirra á meðal Ilja Erenbúrg, þekktur málsvari
margra þeirra skálda og listamanna sem Stalínstímar léku grátt,
og tóku viðhorfum hins íslenska sagnameistara sem liðsstyrk við
þær breytingar sem þeir báru sjálfir fyrir brjósti.53
Skáldatími kom út hér á landi árið 1963, þar tekur Halldór
Laxness eins og kunnugt er aftur margt af jákvæðum niðurstöð-
um sínum um „hina sovésku tilraun“ sem hann festi á blað í
Gerska csvintýrinu. Þeir tímar voru þá senn liðnir í Sovétríkjun-
um að fyrri samherjar væru reknir úr húsi fyrir að leggja nei-
kvæðara mat á sovéskt samfélag en talsmenn þess kærðu sig um
að heyra. Skáldatími varð því ekki til þess að hætt væri við að
þýða og gefa bækur Halldórs Laxness út í Sovétríkjunum, en slík
refsing hefði sjálfsagt dunið yfir nokkrum árum fyrr. Halldór
fékk meira að segja stórt bindi undir sögur sínar í heimsbók-
50 í þeirri þróun skiptust á hlákuskeið og pólitísk harðindatímabil sem of langt
mál væri að fara út í hér. Sú saga er rakin m.a. í grein Árna Bergmanns „Hláka,
frosthörkur
51 D. Tamartsjenko: „K sporam o realizme“. Zvezda 9, 1957, bls. 209.
52 Halldór Laxness: Dagur ísenn. Reykjavík 1955, bls. 207.
53 Árni Bergmann: „Hjá Erenbúrg“. Tímarit Máls og menningar 4, 1967, bls. 390.