Skírnir - 01.04.1998, Page 63
SKlRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
57
hugmynd, að til sé samfélag þar sem margt er öðruvísi en í öðrum
löndum - og gæla þar með við þá hugsun að ekki séu allir mögu-
leikar mannlegra félaga læstir inni í efnahagslegri nauðsyn þeirra
pólitísku kerfa sem tókust á um heimsbyggðina. Þessi freisting er
einnig tengd við tilhneigingu, sem hefur verið sterk meðal rúss-
neskra menntamanna allt frá miðri nítjándu öld, tilhneigingu til
að ætla listum mikið frelsunarhlutverk sem og vangaveltum um
það, hvaða skilyrði þurfi til þess að til dæmis bókmenntir geti
gegnt slíku hlutverki. Þeir vonast til að íslensk menning og mann-
líf sýni að af því geti orðið. En um leið eru þeir uggandi um fram-
tíðina. Það kemur til dæmis fram í úrvali íslenskrar samtímaljóð-
listar sem út kom á rússnesku árið 1987 - þegar komið var fram á
daga Gorbatsjovs. Það heitir /z sovremennoj islandskojpoezii (Ur
íslenskum nútímaskáldskap) og geymir þýðingar á kvæðum eftir
Jón úr Vör, Hannes Sigfússon, Sigurð A. Magnússon, Þorstein frá
Hamri og Jóhann Hjálmarsson. I formála fer I. Botskjareva, sem
tók úrvalið saman, yfir sögu íslensks kveðskapar (með drjúgri að-
stoð verka Steblins-Kamenskijs). Að lokum lætur hún í ljós
undrun yfir því hve vel Islendingar hafi varðveitt tungu sína,
menningu og sköpunarvilja. Þessari undrun fylgir svo áhyggju
blandin ósk: „Vonandi kemst sú þjóð sem ekki glataði sál sinni í
fátækt og réttleysi með heiðri og sóma frá þeirri prófraun sem
efnaleg velferð er.“58 Síðan taka við aðrir tímar og Rússar hafa
öðrum hnöppum að hneppa en velta því fyrir sér hvort Islending-
um takist að halda sérstöðu sinni í tilverunni, hvað þá því hvort
eitthvað megi af þeim læra sem ekki er á hagnýtu sviði (útgerð,
virkjun jarðhita).
Síðasta dæmið um að íslendingar séu taldir Rússum til fyrir-
myndar er að finna í grein sem nóbelsskáldið Aleksandr
Solzhenitsyn, sem þá var enn í útlegð í Bandaríkjunum, birti í
sovéska menningarblaðinu Literatúrnaja gazeta haustið 1990.
Greinin hét „Hvernig við getum byggt upp Rússland" og lýsir
hugmyndum Solzhenitsyns um það Rússland sem hann vildi sjá
rísa upp af þeim breytingum sem hófust á dögum Gorbatsjovs.
58 Iz sovremennoj islandskojpoezii. Moskva 1987, bls. 16.