Skírnir - 01.04.1998, Page 66
60
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þórði Magnússyni frá Strjúgi (16. (-17.?) öld),2 og Kappavísur
Björns á Skarðsá (f. 1574, d. 1655) fjalla um kappa Islendinga-
sagna og þátta, svo fáein kvæði séu nefnd.3
Enda þótt kappakvæðin nefni ýmsa atburði eru þau ekki frá-
sagnar- eða sögukvæði í venjulegum skilningi þar eð persónurnar
og upptalningin eru fremur þungamiðja þeirra en sagan og þar
með röð atburða.4 Jafnt í Islendingadrápu sem seinni tíma kappa-
kvæðum er atburðum, sem drepið er á, ekki síst ætlað að ein-
kenna persónur og/eða sýna að skáldið veit um hvað það er að
tala - en atburðirnir eru þá gjarna stakir eða almenns eðlis.
Erfitt er að fullyrða nokkuð um uppruna kappakvæða sem
kveðskapargreinar þar eð rannsóknum á þeim hefur lítt verið
sinnt. Ókannað er t.d. hvernig tengslum garpatala í danskvæðum
og mansöngvum rímna annars vegar og kappakvæðum hins vegar
er nákvæmlega háttað. Ekki virðist þó ólíklegt að allt sé þetta
komið til sögu vegna áhrifa frá þýddum fornkvæðum, áþekkum
Kvæði af köppum Þiðriks kongs, þar sem garpatal er hluti verks-
ins (sjá: Islenzk fornkvæði IV 1963:148-56 og Anders Sorensen
Vedels Folkevisebog I 1926:69-77).5
Tilviljanakennt virðist, hvaða kvæði eru kölluð kappakvæði.
Nefna má að Jón Þorkelsson (1888:251) flokkar Fjósarímu Þórð-
ar á Strjúgi með kappakvæðum. Böðvar Guðmundsson (1993:
449) segir hins vegar að hún sé „grótesk gamansaga“ og í Hug-
tökum og heitum (1983:144) er rætt um hana sem fyrirmynd
2 Nafngiftin Strjúgsflokkur er frá Jóni Helgasyni; eins og Jón nefnir hefur
kvæðið stundum verið kennt Oddi syni Þórðar og ekki er vitað með vissu hve
flokkurinn hefur upphaflega verið langur (1955:35-37).
3 Kappavísur Björns á Skarðsá eru í útgáfu Jóns Þorkelssonar (1887:62-63) 17
að tölu. Þær hafa verið taldar ortar sem viðbót við Strjúgsflokk en ekki er vit-
að hvað þær voru margar upphaflega (sjá: Jón Helgason 1955:35-37).
4 í nýju íslensku bókmenntasögunni flokkar Vésteinn Ólason (1992:232) ís-
lendingadrápu með kveðskap eins og Noregskonungatali, Rekstefju Hallar-
Steins um Ólaf Tryggvason og Búadrápu Þorkels Gíslasonar um Jómsvíkinga.
Hann segir þar: „Kvæði um atburði sem eru löngu liðnir þegar þau eru ort,
mætti nefna sögukvæði“ og slær varnagla með viðtengingarhættinum.
5 Hér má líka minna á kvæðið um Roswall og Lillian (líklega frá um 1500) en í
því eru nefndir ýmsir frægir garpar og frægar konur til að sýna ágæti aðalper-
sónanna (um það, sjá: Hibbard 1960:290-93; Severs 1967:152-53). Einnig skal
nefnt kvæði Villons (1950:52-55) Des dames du temps jadis.