Skírnir - 01.04.1998, Page 67
SKÍRNIR
,EGILL LÍTTNAM SKILJA ...
61
kappakvæða. Annað dæmi um mismunandi flokkun eru tvö
garpatöl skáldkonunnar Steinunnar Finnsdóttur (f. 1640/1641, d.
1710 eða síðar) sem bæði eru ort undir vikivakahætti. Annað, sem
eftirleiðis skal nefnt ,kappaástakvæði‘, fjallar eingöngu um sögu-
hetjur, er kynnst hafa ástarraunum. Það kvæði var prentað í Is-
lenzkum gátum, skemtunum, vikivökum ogþulum (1894) og þar
flokkað með vikivakakvæðum. Hitt kvæðið, sem hér skal einkum
gert að umræðuefni, tíundar vopnabrak, ást og sitthvað fleira í
tengslum við kappana, sem það nefnir. Það var gefið út í Ritum
Rímnafélagsins 3 undir nafninu Kappakvæði og fær að halda því
heiti hér. I skrifum um kveðskap Steinunnar er allajafna um það
rætt eins og það sé eina þess háttar kvæðið sem hún hafi ort. Ef til
vill hafa menn veigrað sér við að kalla þann kveðskap kappa-
kvæði er vék frekast að ástum kappanna og konunum sem þeir
girntust, en hafði að engu ,stórvirki‘ þeirra, víg og orustur.
Sitthvað er varðveitt af kveðskap eftir Steinunni Finnsdóttur,
t.d. lausavísur, vikivakar og rímur, og er hún fyrsta nafngreinda
konan sem vitað er með vissu að hafi verið í hópi rímnaskálda.6
Hún er einnig fyrsta nafngreinda konan sem vitað er til að hafi
ort kappakvæði.
I rímum sínum gerir Steinunn konum hátt undir höfði, endur-
nýjar mansöngvana sem kvenskáld og sýnir m.a. hversu bitur
reynsla það er þegar einni kvenpersónunni er breytt í karlmann
og hún þarf að fara með vopnum (sjá: Bergljót Soffía Kristjáns-
dóttir 1996:171-74 og 192-212). í kappaástakvæðinu velur hún að
6 Reyndar hermir gömul sögn að Rannveig, dóttir Þórðar á Strjúgi, hafi ort eina
af Rollantsrímum. Um það má lesa í bókmenntasögudrögum Jóns Grunnvík-
ings en hann segir m.a.:
Hans [þ.e. Þórðar] sonur, Oddur, er sagt að hafi verið eitt hið besta skáld
en ei veit eg hvað eftir hann liggur. Og eins Þórðar dóttir (nafn hennar veit
eg ei). Þar af er relationin að hún hafi mælt fram rímuna 16. í Rollantsrím-
um meðan hún hrærði í grautarkatli, en faðirinn Þórður, að henni heyrðri,
slegið hana snoppung í meining sem hún hefði gert skömm. (Add 3
fol:154v)
Frásögn Jóns er ekki síst merkileg af því að 16. Rollantsríman er ort undir
dýrum hætti og talin óvenju vel kveðin. En meðan ekki hefur verið gengið úr
skugga um hvort eitthvað í þeirri rímu styðji sögnina, fær Steinunn að njóta
þess.