Skírnir - 01.04.1998, Page 73
SKÍRNIR
,EGILL LÍTT NAM SKILJA ...
67
Háðinu sem felst í ummælunum „Vegleg hetjan veizlumóð" um
varginn Egil ölóðan, fylgir Steinunn fast eftir. Fyrst bregður hún
fyrir sig ærslafullu og alþýðlegu máli „Hann dynti niður digrum
skrjóð [þ.e. durgi, fauski]“ þar sem hún leikur sér með sögnina
dynta, er merkir m.a. ,dilla, hossa' en er skyld orðinu dyntur sem
getur táknað „smáhögg“ eða „smáhristingur“ (Asgeir Blöndal
Magnússon 1989:141; Islensk orðabók: 154). I framhaldinu grípur
hún til úrdráttar sem orkar nánast sem hátíðleg og þar með háðsk
skrauthvörf, þ.e. „dreypti á [þ.e. ,lét drjúpa á‘]“ í merkingunni
,ældi á‘ og „vökvaði [...] blóð undir lá [þ.e. ,tók [...] blóð undir
hári‘]“ - sem mætti á prakkaralegu nútímamáli útleggja með
,rispaði á enninu' en á við verknaðinn að ,krækja auga úr‘. Með
þessum hætti gerir hún atvikin sem hún nefnir kátleg og fram-
göngu ,hetjunnar‘ skoplega.
Jurij Lotman (1974:166-70) ræðir í einu verka sinna um hug-
tökin „góður skáldskapur [poesi]“ og „vondur skáldskapur".
Hann segir þá m.a. að samband skálds og lesanda einkennist jafn-
an af spennu og átökum. Lesandinn hefji lestur verks með fyrir-
fram gefnar hugmyndir um það sem hann á í vændum, hugmynd-
ir sem ráðist m.a. af fyrri reynslu hans (þ.á m. kynnum af listum),
heiti bókar, höfundar o.s.frv. Skáldið taki hins vegar tillit til hug-
mynda lesandans og veki þær sumpart vísvitandi enda sé það
nauðsynlegt til að textinn gegni boðskiptahlutverki sínu. Það ljóð
sem svari í einu og öllu væntingum lesandans, sé þó lítils vert -
það gefi honum ekki umtalsverðar nýjar ,upplýsingar‘.15 Þegar
erindi Steinunnar um Egil er lesið, geta orð Lotmans sótt á. Það
sem mælir með að skáldkonan sé markvisst að skopast að Agli er
einmitt að við upphaf erindisins beinir hún athygli að vígfimi
hans og skilningi, gagnrýnislaust, og gefur þar með lesend-
um/áheyrendum ástæðu til að ætla að framhaldið verði af sama
toga. Þegar fram í sækir reynist hins vegar fjallað um skilnings-
leysi kappans og dýrslegt atferli hans jafnframt því sem ljóðmálið
breytist og einkennist af kímilegu lofi. Átökum lesanda og skálds
15 Lotman er þeirrar skoðunar að það greini ljóð frá venjulegu talmáli að í þeim
feli sjálf formgerðin í sér ,upplýsingar‘ og ávallt verði að gera ráð fyrir að hún
sé ,ekki-sjálfvirk‘.