Skírnir - 01.04.1998, Page 75
SKÍRNIR
,EGILL LfTT NAM SKILJA ...
69
Með seinni skýringunni mælir orðaval Steinunnar og kenn-
ingasmíð í ýmsum öðrum erindum kvæðisins. I umfjöllun um víg
Þorgils örrabeinsstjúps, Asbjörns veisugalta og Þorgils Hölluson-
ar má t.d. sjá þessar kenningar og sagnir:
Einninn Þorgils œda sót
út tappaði víða
Eg sá þá ríða -
Orrabeins var fóstra fljót
fyrða hönd að para,
ríða riddara [...] (129)
Veisugalti víga ör
vætti í unda skólpi
þrálega sinn þunna hjör
og Þorgils Höllu stólpi [...] (119)
Þegar lýsingar á vígaferlum fornkappanna leiða huga lesenda fyrr
að matargerð (sbr. para (sneiða flesk)) og hreingerningum (tappa
út æða sót, skólp) en vígvelli og vopnum, eru kenningar um
grótesk verk nærtækar. Þau hafa m.a. verið talin framandgera
veruleikann, snúa sérhverju fyrirbæri tilverunnar á haus og flétta
saman hlátri og ógn, hinu kómíska og tragíska (sjá t.d.: Kayser
1980:44; Bakhtin 1984:10-11; Best 1980:14-18). í verki sínu um
Rabelais rekur Rússinn Bakhtin gróteskt raunsœi, sem hann nefn-
ir svo, einkum til kjötkveðjuhátíða og þar með borga síðmiðalda.
Hann tengir það alþýðumenningu, sem hann telur skýra and-
stæðu ráðandi menningar, og telur megineinkenni þess vera
aftignun, þ.e. „að lækka allt sem er hátt, andlegt, ídealt og óhlut-
lægt“ (Bakhtin 1984:19; þýð. BSK). Landi hans Gúrjevítsj (1986
og 1992) nefnir hins vegar ýmis dæmi um grótesku miklu fyrr,
t.d. meðal Germana í bændasamfélögum. Hann er og þeirrar
skoðunar að Bakhtin einfaldi andstæðurnar alþýðumenning-
menning ráðandi stéttskipts samfélags - ekki síst að því leyti sem
hann geri ráð fyrir að hláturinn einkenni alþýðumenninguna
meðan opinbera menningin sé ,alvarleg‘, ,ströng‘ o.s.frv.
Gurjevítsj vill að gengið sé út frá því hversu nátengdar þær eru
sem andstæður er skilyrða hvor aðra: