Skírnir - 01.04.1998, Page 83
SKÍRNIR
.EGILL LÍTT NAM SKILJA ..."
77
Þetta hættir þvættings klið;
þilju Dvalins rétti við
þeir lýtin sjá.
þeirvilja mínum fundinum ná. (132)
Tvíræðni rís upp. Steinunn grípur ekki aðeins til hefðbundinna
aðferða rímnaskálda og biður áheyrendur/lesendur að sníða
hnökra af verkinu (samantekt: þeir [sem] sjá lýtin rétti þilju Dval-
ins við) heldur má einnig líta svo á að hún óski þess að skáldskap-
arfleyið rétti sig af („þilju Dvalins rétti [óskháttur, vh nt] við“)
þegar þvættingnum (kappatalinu; yrkisefninu) linnir. Loks bætir
hún við að „þeir“, kapparnir fornu sjái „lýtin“ á kvæðinu, þ.e.
gagnrýnina sem felst m.a. í skopinu og háðinu, og vilji þess vegna
ná fundi hennar.18
V
Sé nú spurt hvort kappakvæði Steinunnar skeri sig úr áðurnefnd-
um kappakvæðum að öðru leyti en þegar hefur verið talið, er
svarið ótvírætt „já“, en krefst þó frekari skýringa.
I þeim tilvikum sem Steinunn yrkir útaf sömu sögum og fyrir-
rennarar hennar, velur hún stundum að nefna aðra atburði og
aðrar persónur en þeir, m.a. til að ydda andstæðurnar víg~frið-
söm iðja eða lýsa vanþóknun á hefndum. Hún er t.d. eina skáldið
18 Ganga mætti miklu lengra í túlkun en hér hefur verið gert. Steinunn segir:
„Dár varð mér úr dirfsku sið /með Dáins knör að flana“ (131). Dvergsnafnið,
sem hún velur í skáldskaparkenningu sína, veldur því, eftir tvíræðnina sem á
undan er gengin, að lesendur geta séð kappakvæðið fyrir sér sem knör, drekk-
hlaðinn líkum. Með slíkum skilningi mælir að orðaleikir koma fyrir í rímum
Steinunnar (sjá: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir 1996:180 og 185). Framhaldið
má þá og skilja á tvo vegu:
Ekki hittir Andvars mið
Austra klofin þilja.
því að þeir vilja -
Dugðu, vin, að deyfa rið
með dyggða ráðum þínum.
þeir vilja mínum - (131)