Skírnir - 01.04.1998, Page 84
78
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
sem yrkir um aðför Bolla Bollasonar að Helga Harðbeinssyni í
seli sínu, segir frá Flosa Þórðarsyni er „forlét hefnd og prjál" og
fjallar sérstaklega um húsbyggingar Þórðar hreðu - en ekki ein-
vörðungu víg hans og sundafrek - þannig að lesendur fá jafnt
upplýsingar um hann sem vígamann og völund.
Kvennasjónarmið virðast og ráða nokkru um persónu- og at-
burðaval Steinunnar. Öfugt við fyrrnefnd skáld gerir hún t.d.
kvonbænir Ólafs páa og þar með Þorgerði Egilsdóttur að um-
ræðuefni, þó að hún nafngreini hana ekki. Hún er einnig ein um
að segja frá örlögum Hrefnu Asgeirsdóttur, konu Kjartans Ólafs-
sonar, lýsa hlut dóttur Ármóðar að sögu Egils, nefna þátt Hall-
gerðar í dauða Gunnars19 og síðast en ekki síst, setja nauðgunar-
tilraun Skálp-Grana á oddinn í umfjöllun um Króka-Ref.
Þegar Steinunn yrkir um sömu persónur og/eða atburði og
karlarnir er afstaða hennar til yrkisefnisins líka gjarna önnur. Að
hluta til ræðst það af því að hún skopast að ýmsum persónanna
sem hún fjallar um en þeir ekki.
Stundum verður afstöðumunurinn þó ekki einfaldlega rakinn
til þess að Steinunn aftigni hetjurnar en karlarnir dáist að þeim.
Víglund Þorgrímsson metur Steinunn t.d. á annan veg en Strjúgs-
skáldið, sem segir að hann hafi verið „bráðlyndur með brandi“
(Jón Þorkelsson 1888:376). Sama gildir um Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur. í erindi um Kjartan Ólafsson lýsir Steinunn þeirri trú
sinni að Guðrún hafi ekki haft hugmynd um aðförina að honum.
Þar með gefur hún auðvitað til kynna að hún telur Islendinga
sögurnar segja frá atburðum sem gerst hafa í raun en sýnir þá
jafnframt að hún er gagnrýnin í afstöðu sinni til sagnaritaranna,
Skiljanlegt er að skáldskaparfley með svo mörg ,lík í lestinni’ nái ekki fengsæl-
um miðum og sé svo valt að grípa þurfi til ráðstafana. En lokaáskorun Stein-
unnar: „þilju Dvalins rétti við / þeir lýtin sjá“ (132), kynni þá ekki aðeins að
vera venjuleg klisja rímnaskálds sem biður aðra um að bæta braginn, heldur
mætti og útleggjast sem hvatning til áheyrenda eða lesenda að hugleiða Is-
landssöguna og draga af henni þarfar ályktanir. - Ólíklegt er þó að slík túlkun
sé annað en leikur lesanda þar eð kenningin „Dáins knör“ er stök og ekki
hnykkt á henni með neinum hætti.
19 Hér skal nefnt að túlkun Steinunnar á Hallgerði er skemmtileg: „Þá hirðir
auðs í hættu stár, / honum vildi ei svanninnþrir / sitt hárið ljá“ (120). Hall-
gerður á m.ö.o. bara soltið erfitt með skapið í sér: Hún er þrákálfur.