Skírnir - 01.04.1998, Page 89
SKÍRNIR
,EGILL LÍTT NAM SKILJA ...
83
Steinunn hafi lesið allar íslendinga- og konungasögur sem segja
frá persónum er hún víkur að í kvæðum sínum.24 Vitneskju sína
um persónurnar gæti hún allt eins haft úr rímum og af ,manna-
munni‘, eins og Færeyingar segja. Hins vegar er það heldur
ósennilegt að svo skáldhneigð kona í Melasveit hafi ekki lesið þær
sögur sem Vestlendingar hafa um aldir skemmt sér við, t.d. Eglu
og Ólafs sögu helga.25
Enn má telja að þegar komið er fram á 17. og 18. öld eru mörg
dæmi þess að skopast sé að fornum hetjum og hetjusögum. Auk
Fjósarímu má nefna að sumar persónurnar sem Steinunn yrkir
um, eins og Hávarður Isfirðingur og Finnbogi rammi, koma fyrir
í sögum sem kunna frá upphafi að hafa verið lesnar sem paródíur
(sjá t.d.: Halldór Guðmundsson 1990:68-71).26
En hvers vegna hefur þá enginn minnst á grótesku, háð og spé
í kappakvæðinu? Líklegast er að það hafi einfaldlega ekki hvarfl-
að að mönnum að kona, fædd á 17. öld, skopaðist að karlbetjum
Islendingasagna. Karlar, sem skrifað hafa um kappakvæði Stein-
unnar, hafa a.m.k. oftast beint sjónum að öðrum atriðum. Auk
þess sem þegar hefur verið rakið, má nefna að Sigurður Nordal
(1996:58) leggur áherslu á að kvæðið beri „vott um allmikinn
sagnafróðleik“ en hafi „lítið annað sér til ágætis"; Böðvar Guð-
mundsson (1993:476) vekur hins vegar athygli á að erfitt er að
yrkja undir vikivakahættinum sem Steinunn velur sér.
Það kann einnig að hafa ráðið nokkru um túlkun á kvæði
Steinunnar að hún yrkir ekki í háðsstíl frá upphafi til enda (um
hann, sjá: Japp 1983:43-47, t.d.) og er á köflum tvíræð eins og að
framan greinir. En af tvíbentu viðhorfi hennar til hetjanna og tví-
24 Umfjöllun Steinunnar um kappana og það sem á daga þeirra hefur drifið er
langoftast í fullu samræmi við frásagnir af þeim eins og þær eru þekktar úr
fornum sögum. Stöku ósamræmi má þó finna en þá kann að vera nær útilokað
að segja til um af hverju það stafar.
25 Hér verður gengið út frá því að Steinunn hafi verið læs og skrifandi - enda
þótt um það séu engar heimildir - þar eð hún á ættir að rekja til fyrirmanna, er
í vist í Skálholti um hríð og hefur þess utan sjálf verið fróðleiksfús ef marka
má kveðskap hennar (sjá: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir 1996:167-69).
26 Um paródísk einkenni í Finnboga sögu hafa menn eftir því sem ég best veit
aðeins skrifað í stöku athugasemdum (sjá t.d.: Bergljót S. Kristjánsdóttir
1992:141-42).