Skírnir - 01.04.1998, Page 95
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Stórmennska
i
fram yfir miðja þessa öld var sú skoðun algeng meðal heimspek-
inga að siðspeki fornaldar væri myrkrastofa með fáum ljórum á;
saga siðfræðinnar lýsti hins vegar hægfara göngu mannkyns á vit
ljóssins. Skemmst er frá að segja að síðasta aldarfjórðunginn eða
svo hafa orðið algjör endaskipti á þessari skoðun. Siðfræðingur
hefur gengið undir siðfræðings hönd að mæra gríska, ekki síst
aristótelíska, siðspeki og má á sumum skilja að síðustu 2300 árin
hafi, eins og segir í vísunni, „öllu miðað áfram - afturábak".
Heimspekingarnir sem reist hafa við bautastein grískrar sið-
fræði hafa þó gert það undir nokkuð ólíkum formerkjum. Þeir
eru í fyrsta lagi til sem vilja byggja upp á grunni hennar altæka
siðakenningu, svokölluð dygðafrœði, og þá sem keppinaut þeirra
leiksloka- og lögmálskenninga er hæst hefur borið í siðfræði síð-
ustu aldirnar; lykilhugtök siðfræðinnar skuli vera dygðir og lest-
ir, en hvorki nytjareikningar né regluþemba.1 Aðrir hafa nýtt sér
áherslu Aristótelesar á manninn sem félagsveru og siðferðið sem
félagslegan veruleik til að koma höggi á þá blóðlausu einstak-
lingshyggju er ríkjandi hafi verið á Vesturlöndum frá upplýsing-
aröld. Hún slíti manninn úr sögulegu og náttúrulegu samhengi
sínu og geri hann að loftkenndri skynsemisveru, án persónuein-
kenna. Þessir heimspekingar vilja í staðinn bjóða gamalt vín á
nýjum belgjum: samfélagssinnaða siðfræði.2
1 Einn afdráttarlausasti talsmaður þessa sjónarmiðs er Rosalind Hursthouse,
sjá t.d. „Dygðastefna nútímans" (þýð. Einar Logi Vignisson), Heimspeki á
tuttugustu öld, ritstj. Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (Reykja-
vík: Heimskringla, 1994) og „Virtue Theory and Abortion", Philosophy and
Public Affairs, 20 (1991).
2 Bók Alasdairs Maclntyre, After Virtue (London: Duckworth, 1981), er hálf-
gerð biblía hinna samfélagssinnuðu („communitarians"), þótt Maclntyre
sjálfur, sem sanntrúaður kaþólikki, rekist fremur illa í flokki þeirra.
Skírnir, 172. ár (vor 1998)