Skírnir - 01.04.1998, Side 97
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
91
grísku siðfræðinnar jafngildi viðreisn þeirrar bókar. Nú á dögum
lesa, sem kunnugt er, fáir frægar bækur en þeim mun fleiri um
þær. Það hlýtur að vekja furðu þeim sem lesið hefur um Sidfrœði
Níkomakkosar, en rýnir síðan í bókina sjálfa, að ein dygðanna
sem þar er lýst skuli svo mjög hafa orðið útundan í öllum lof-
burðinum. Er ýmist að ritskýrendur hafa gengið á þagnarbug við
hana - og þar með látið sem hún væri ekki til - eða bandað henni
frá sér með nokkrum vel völdum, en lítt rökstuddum, hnýfilyrð-
um. Bertrand Russell „hryllir sig“ yfir þeirri „tilfinningafátækt“
sem dygð þessi opinberar,6 þekktur háskólakennari í Oxford
jafnar henni við „dónalegan hrokagikkshátt"7 og meira að segja
forsprakkanum í aðdáendaklúbbi Aristótelesar, Alasdair Mac-
Intyre, er „ofboðið“.8 Má nærri geta að harðar yrðu að heyra
þeirra fleiri átölur er slíkar eru hinar fyrstu! Svavar Hrafn Svavars-
son telst víst fara vægt í sakir, miðað við þessa höfunda, er hann
talar um „ankannalega“ dygð í skýringum með þýðingu sinni.9
Nú væri naumast tiltökumál þótt Aristótelesi hefði fatast flug-
ið á einum stað í bók sinni. En að það sé einmitt á þessum stað er
því undarlegra sem dygðin, er mátt hefur þola allt tómlætið, er
hvorki meira né minna en sjálf „kóróna dygðanna“, að sögn
Aristótelesar.10 Hið gríska heiti hennar er megalopsychia sem
orðréttast væri þýtt sem „stórsálarháttur“, en ég mun hér á eftir
nefna stórmennsku. Svavar Hrafn notar orðið „mikillæti" en sá
kostur er að mínum dómi fremur óheppilegur þar sem „mikil-
læti“ gefur til kynna einhvers konar oflátungsbrag. Líkt og fram
kemur síðar er stórmennið hins vegar hógvært og gumlaust.11 Að
6 B. Russell, A History of "Western Philosophy (London: Allen and Unwin,
1946), bls. 176.
7 Að sögn W. Hardie, Aristotle’s Ethical Theory (Oxford: Clarendon Press,
1988), bls. 119 og áfram.
8 A. Maclntyre, A Short History of Ethics (London: Routledge and Kegan
Paul, 1967), bls. 66.
9 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 146.
10 Sama rit, bls. 348 [1124a].
11 Að öðru leyti fylgi ég þýðingu Svavars Hrafns (skrifa þó „dygð“ með einu
,,g“!) nema annað sé tekið fram. Þessi þýðingarvandi er raunar enn átakan-
legri í ensku þar sem notast hefur verið við orð á borð við „greatness of
soul“, „pride“, „magnanimity", „high-mindedness“ o.fl. sem eru stirðleg
og/eða ná illa hugsun Aristótelesar. Nýjasti kosturinn er að nota gríska frum-