Skírnir - 01.04.1998, Side 99
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
93
gerðarinnar sem og hitt að það sem Aristóteles segir þar er ekki
endilega allt jafndjúptækrar merkingar.15 Siðfræðin er raunar
þannig skrifuð að stundum er örðugt að greina á milli aðal- og
aukaatriða við fyrsta lestur, enda bókin ekki búin til útgáfu af
höfundi sjálfum.
Það sem mestu varðar um hinn stórmannlega - þann sem hef-
ur til að bera dygðina stórmennsku - er að hann „er verðugur og
telur sjálfan sig mikils verðan“.16 Trúr hinu alþekkta kennilíkani
sínu um dygð sem meðalhóf milli tveggja öfga - skefjaleysis og
skorts: of og van - teflir Aristóteles stórmennskunni fram sem
gullnum meðalvegi milli tveggja annarra manngerða: hins hégóm-
lega, „sem óverðugur telur sjálfan sig verðskulda mikið“, og hins
auðmjúka17 „sem telur sjálfan sig verðskulda minna en hann í
raun verðskuldar“.ls Kennimörk þessarar dygðar, og samsvarandi
öfgamynda, virðast því vera verðleikar og sjálfsþekking, það er
annars vegar ágæti viðkomandi einstaklings og hins vegar mat
hans, raunhæft eða óraunhæft, á eigin ágæti.
En þá blasa strax við tvö vandamál samfara því að fella stór-
mennskuna að líkani annarra siðferðisdygða. Aristóteles áttar sig
sjálfur á hinu fyrra er hann segir að hinn stórmannlegi sé „öfga-
fullur í þeim skilningi að hann metur sjálfan sig mikils, en ratar
meðalveginn í þeim skilningi að hann hefur rétt fyrir sér“.19 Með
öðrum orðum: Stórmennskan er aðeins meðalhóf ef við skoðum
hana út frá öðru kennimarki sínu, sjálfsþekkingunni, og þar á hún
raunar löguneyti með fjórðu manngerðinni: þeirri sem er hófsöm
án stórmennsku, það er verðskuldar lítið og álítur sjálfa sig verð-
15 Sumir telja t.d. að þau ummæli að „rólegt göngulag“ og „dimmur og styrkur
rómur“ séu til marks um stórmennsku feli í sér gamansama skírskotun til
einhverra tiltekinna einstaklinga sem búast mátti við að samtímalesendur
þekktu. Sama rit, bls. 353 [1125a].
16 Sama rit, bls. 346 [1123b].
17 Ég vík hér aftur frá þýðingu Svavars Hrafns sem kallar mikropsychia „lítil-
læti“. Mér virðist að á íslensku geti lítillátur maður einfaldlega verið hógvœr
um eigin kosti en þurfi ekki endilega að vanmeta þá, eins og sá auðmjúki ger-
ir. Nákvæmasta þýðingin væri ef til vill „smásálarskapur“ en hún er frátekin
hjá Svavari Hrafni fyrir aðra af andstæðum dygðarinnar stórlyndis (örlætis af
miklum efnum) er síðar verður minnst á.
18 Sama rit, bls. 346-47 [1123b].
19 Sama rit, bls. 347 [1123b].