Skírnir - 01.04.1998, Page 104
98
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
III
Sem fyrr segir kýs ég að fresta um sinn að vega hin dýpri heim-
spekilegu vandamál sem tengjast hugsjón stórmennskunnar en af-
greiða fyrst ýmsar smærri ávirðingar. „Smærri“ kann þó að virð-
ast kyndugt orð þegar skoðaðar eru þaár einkunnir sem virtir
heimspekingar hafa gefið hugsjón þessari. Hardie lýsir til dæmis
stórmenninu svo að það gangist upp í sjálfsflaðri og mannfyrir-
litningu; sé þelkalt, áhuga- og afskiptalaust, vanþakklátt og
óvirkt.29 Minna má ekki gagn gera! Við skulum nú stikla á
nokkrum þeirra steina sem Hardie og aðrir hafa kastað:30
a) Stórmennið er hégómlegt; það gerir vel- og vanþóknun annarra
að mœlikvarða á sjálft sig og er á sífelldum metorðaveiðum.
Því er fyrst til að svara að samkvæmt flokkunarkerfi Aristótelesar
er stórmenninu ekki ætlað að vera hégómlegt. Ef það væri hé-
gómlegt væri það ekki lengur stórmenni heldur tilheyrði einni af
hinum manngerðunum sem lýst var að framan. Hinn hégómlegi
telur sig þannig verðugri en hann í raun er - ólíkt stórmenninu
sem metur stöðu sína rétt - og freistar óverðugur verka sem njóta
virðingar en afhjúpa síðar bresti hans.31 Hégómaskapur er einatt
samofinn múgsleikjum og smjaðri; fórnarlömb þess lastar reyna
hvað þau geta til að verða sér úti um kjaftalof annarra. Við höfum
hins vegar séð að stórmenninu stendur á litlu þótt „aðskota-
loftungur oflof því segi“, svo að notast sé við orðalag Stephans G.
Hinn stórmannlegi er ekki heldur mærðarbelgur og sögusmetta,
eins og sá hégómlegi. Hann forðast raunar að tala um sjálfan sig
og er umtalsfrómur um aðra, „þar sem hann vill hvorki að sjálfur
sé hann mærður né öðrum hallmælt".32 Ummælin sem áður voru
29 W. F. R. Hardie, „‘Magnanimity’ in Aristotle’s Ethics", Phronesis, 23 (1978),
bls. 73.
30 Auk ritgerðar Hardies er einhverja beittustu gagnrýnina að finna hjá Nancy
Sherman, „Common Sense and Uncommon Virtue“, Midwest Studies in
Pbilosophy, 13 (1988). Ég styðst m.a. í þessum hluta við hugmyndir úr ritgerð
Curzers, „Aristotle’s Much Maligned Megalopsychos".
31 Sjá Siðfræði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 354 [1125a].
32 Sama rit, bls. 353 [1125a].