Skírnir - 01.04.1998, Page 105
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
99
tilfærð um að stórmenninu vaxi ekki einu sinni virðing í augum
lýsa tæpast orðsporsáráttu: ofstumri við eigin heiður. Meira að
segja er endurtekið síðar, eins og til frekari áréttingar, að það telji
„jafnvel virðingu gegna litlu“.33 Stórmenninu er að vísu annt um
að orð sín og verk séu metin að verðleikum, og rekur réttar síns í
því sem öðru með oddi og eggju, en það merkir aðeins að stór-
mennið sé sómakært, ekki að því sé sóminn of kær. Að lokum má
svo minna á að stórmennið er prýtt öllum hinum dygðunum, þar
á meðal heilbrigðum metnaði, sem kemur næst í upptalningu
dygðanna á eftir stórmennskunni og einkennist einmitt af meðal-
hófinu milli þess að ásælast virðingu meira eða minna en skyldi.34
b) Stórmennið er snobbað og hrokafullt merkikerti.
Hrokagikkurinn hefur meira álit á sjálfum sér en vert er og lætur
það í ljósi; stórmennið er hins vegar samkvæmt skilgreiningu
hógvært, það metur eigin kosti rétt en gumar ekki af þeim. I við-
móti þess er ekki snertur af gorgeir eða yfirlæti, einkum ekki
gagnvart þeim sem standa höllum fæti í lífinu, enda „vandalaust
að skara fram úr“ slíkum. Aristóteles segir berum orðum að „lág-
kúrulegt" sé að „sýna auðmjúkum yfirlæti", það sé eins og að
„níðast á minni máttar".35 Fyrr í kaflanum er hins vegar að finna
lýsingu á hrokafullu fólki, fólki sem hlotnast gifta án dygðar og
drepur því drjúgt í kamba. Slík óverðskulduð gæfa reynist mörg-
um þung í skauti, að dómi Aristótelesar: „Hún er ofjarl þeirra, er
þeir halda að þeir beri af öðrum, fyrirlíta náungann og fara sínu
fram. Þeir herma eftir hinum stórmannlega en líkjast honum
ekki“, „breyta því ekki af dygð en fyrirlíta náungann“.36 Þetta er
ekki beinlínis málsvörn hins hrokafulla og snobbaða merkikertis!
Stórmennið sýnir að vísu ódygð og óþokkaskap fyrirlitningu; en
sú fyrirlitning er „réttmæt", „samkvæm sannleikanum“37 og
verður varla talin til marks um hroka.
33 Sama rit, bls. 350 [1124a].
34 Sjá sama rit, bls. 355 [1125b].
35 Sama rit, bls. 352 [1124b].
36 Sama rit, bls. 350 [1124b].
37 Sama rit, bls. 350 [1124b].