Skírnir - 01.04.1998, Page 106
100
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
c) Stórmennið er vanþakklátt (samanber fyrrgreind ummœli þess
efnis að það skammist sín fyrir að þiggja velgjörðir annarra og
rýmiþeim brott úr huga sér).
Skiljanlegt er að fjandmenn stórmennskunnar hengi hatt sinn á
þessi orð; en að sama skapi er hætta á að þau séu slitin úr sam-
hengi og oftúlkuð. Stórmennið hefur til að bera heilbrigt stolt;
það vill fremur gefa en þiggja, enda hið síðara „til merkis um bág-
indi“. Að það sé ósátt við að þurfa að þiggja velgjörðir annarra
merkir hins vegar ekki að það sé ósátt við velgjörðirnar sjálfar.
Osætti stórmennisins er við sjálft sig, ekki gefandann; og slíkt
ósætti er ekki nauðsynlega andstæða þakklætis. Raunar er hinn
stórmannlegi ekki vanþakklátari en svo að hann leggur sig í fram-
króka við að endurgjalda greiðann í betri, fremur en sömu, mynt
en hann þáði. Hann vill ekki eiga neitt útistandandi við einn eða
neinn. Og það er ekki fyrr en eftir að hann hefur goldið torfalög-
in sem hann reynir að eyða minningunni um fyrri bágindi úr
huga sér.38
d) Stórmennið er verkasmátt, kaldlynt og fjarhuga („tekur sér
ekki margt fyrir hendur nema það sem er mikils vert og merki-
legt'V9
Gagnrýnendurnir skripla hér að mínum dómi á ýmsum atriðum.
I fyrsta lagi virðast þeir gefa sér að tækifæri til mikilsverðra verka
séu fá.40 Stórmennið sé að vísu mikilvirkt í skorpum, þá sjaldan
eitthvað fangi huga þess, en hvíldrækið þess á milli, ýmist af leti
eða ótta við að taka niður fyrir sig. En því getum við ekki alveg
eins gert ráð fyrir að tækifæri til dáðrakkra athafna séu mörg og
að stórmennið láti skammt stórra högga í milli? Ef við svipumst
um í kringum okkur í heiminum virðist enginn hörgull vera á
verðugum viðfangsefnum fyrir dygðumprýdd stórmenni. Nóg er
sú eymd er marga mæðir, nógu mörg Grettistökin sem þarf að
lyfta til að gera heiminn byggilegri og betri. Jafnvel þótt stór-
mennið forðist hálfverk og „sói ekki kröftunum á smáu tökin“ þá
er undarlegt að ætla að það eyði mestum tíma sínum í bælinu.
38 Sjá nánar í sama riti, bls. 351 [1124b].
39 Sama rit, bls. 352 [1124b].
40 Hardie fullyrðir það beinlínis í ,,‘Magnanimity’ in Aristotle’s Ethics", bls. 65.