Skírnir - 01.04.1998, Page 108
102
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
dygðugum manni að ígrunda hvernig hann geti best lagt rækt við
dygðir sínar?43 Þá er næsta fjarstætt að ætla að stórmennið van-
ræki vináttuna sem Aristóteles gyllir í löngu máli í bók sinni:
Hún er „dygð eða felur í sér dygð“, segir hann, „og ræður enn-
fremur miklu í mannlífinu".44 Hví skyldi stórmennið fara á mis
við þessa einu dygð? Raunar nefnir Aristóteles vináttu á einum
stað í stórmennsku-kaflanum og þá í því sambandi að stórmenn-
inu sé um megn að lúta vilja „annarra en vina sinna“.45 Með öðr-
um orðum: Þegar vinir eiga í hlut er stórmennið reiðubúið að láta
eigin óskir lönd og leið, til að innsigla vináttuna. Getum við ætl-
ast til nokkurs meira af góðum vini?
Ritskýrendur sem á annað borð virða stórmennskuna viðlits
drepa því óspart í hlustir fólks að stórmennið sé vanmetagemling-
ur eða ótukt. Sömu rakaþræðir voru dregnir í flest andmæli mín
hér að ofan: annars vegar að skoða í samhengi ummælin sem
skeytin beinast að - er auðveldar okkur að sjá þau í réttu ljósi -
og hins vegar að árétta það skilgreiningaratriði um stórmennin að
þau hafa allar aðrar dygðir til að bera. Sú staðreynd ein nægir
venjulega til að reka gagnrýnendurna á stampinn.
IV
„Það eru ekki einstakir hlutir“ sem gera út af við mig „heldur allt
saman, öll heildin", sagði frú Khokhlakova í Karamazov-bræðr-
unum (þýð. Ingibjargar Haraldsdóttur). Þótt einstök skeyti
kunni að hrökkva til baka af þeirri brynju stórmennisins að vera
prýtt öllum hinurn dygðunum í ríkum mæli má enn efast um þá
siðferðilegu heildarsýn sem felst í lýsingu stórmennskunnar.
Hefðbundna túlkunin er, vitaskuld, að „dygð“ þessi sé, auk þess
að vera siðferðilega ótæk, bæði forneskjuleg og ókristin; hið
43 Athuga ber að þetta er ekki hið sama og að velta eingöngu fyrir sér hvernig
manni sjálfum geti skinið gott af eigin dygðum, sbr. rök mín gegn nútíma-
dygðafræðum (nmgr. 3).
44 Siðfrœði Níkomakkosar, síðara bindi, bls. 149 [1155a]. Sjá einnig ritgerð Sig-
urðar Kristinssonar, „Vinátta og réttlæti í siðfræði Aristótelesar“, Hugur, 2
(1989).
45 Siðfræði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 353 [1124b].