Skírnir - 01.04.1998, Page 110
104
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Þótt það kunni, í bili að minnsta kosti, að skapa vissan óvina-
fögnuð hlýt ég að taka undir með Cordner. Casey og Williams
hafa í ákafa sínum sprett full-gáleysislega á böndin sem tengja
okkur við hugarheim nútímans, og þar með gert sér of auðvelt
um vik að hafna hinni siðferðilegu framfarahyggju er lýst var í
upphafi ritgerðarinnar. Enginn vafi leikur á að siðferðishug-
myndir nútímafólks eru mjög mótaðar af kristnum og kantískum
kennisetningum.50 Þaðan höfum við þegið hugmyndir okkar um
samvisku/sektarkennd sem siðferðilegt leiðarhnoða, að „viljann
beri að virða þótt vanti máttinn“, að mestu skipti að vera trúr yfir
litlu, að lítillæti, jafnvel auðmýkt, sé mannkostur og að göfugt sé
að fyrirgefa misgerðamönnum sínum - svo aðeins fáar séu taldar.
Eg hygg að þessar hugmyndir móti jafnvel, meðvitað og ómeð-
vitað, siðferðilega sýn þeirra nútímaheimspekinga sem ekki telja
sig kantíska og/eða kristna, hvað þá hinna; get ég, sem nytja-
stefnumaður og yfirlýstur andstæðingur Kants þar litið í eigin
barm. Mestu varðar þó hve hugmyndirnar hafa seytlað djúpt inn í
vitund almennings sem litla nasasjón hefur fengið af formlegri
heimspeki. Við skulum kalla safn þessara hugmynda - forsendna,
boða og hugtaka - einu nafni hinn siðferdilega hugarheim nútím-
ans (eftirleiðis SHN), minnug þess að við erum ekki að tala um
fullburða kenningu heldur meira og minna óyfirvegaðan hugsun-
zrhdtt. A sama máta skulum við búa okkur til hugtakið siðferði-
legur hugarheimur fornaldar (SHF) yfir hugmyndir á borð við þá
að skömm sé réttmætur atferlisvaki, að dygðir velti á lífsláni en
ekki einvörðungu góðum vilja, að göfugra sé að vera trúr yfir
miklu en litlu, að stolt sé fyrirmannlegra en auðmýkt og að láta
beri hart mæta hörðu gegn óvinum sínum í stað þess að rétta
þeim hina kinnina.51
50 A. Donagan lýsir kantískri siðfræði sem „afhelgaðri og alhæfðri kristni“, sjá
„Common Morality and Kant’s Enlightenment Project“, í G. Outka og J.
Reeder (ritstj.), Prospects for a Common Morality (Princeton: Princeton Uni-
versity Press, 1993), bls. 54. Til sanns vegar má færa að kristið fólk hljóti í
vissum skilningi að vera kantískt í hugsun þó að kantistar séu ekki endilega
kristnir.
51 Að einhverju leyti mætti t.d. túlka hina þekktu ritdeilu Einars H. Kvaran og
Sigurðar Nordal sem uppgjör milli SHN og SHF\ sjá Skiptar skoðanir
(Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1960). Þess ber að geta að þegar í