Skírnir - 01.04.1998, Side 111
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
105
Það fer ekki á milli mála hvorum megin hryggjar stórmennsk-
an liggur í þessari greiningu. Því skiptir höfuðmáli, ef við viljum í
alvöru hefja hana á stall sem markmið í siðlegu uppeldi nútímans,
að gera upp sakir við móthverfur SHN og SHF: sætta þær, sé það
hægt, ellegar velja á milli þeirra, almennt eða í einstökum atrið-
um. Að öðrum kosti blöndum við börnum okkar göróttan lífs-
elixír: gröndum heilindum sjálfra okkar og þeirra. Ég mun hér á
eftir taka til athugunar fjórar af andstæðum SHN og SHF, og þá
þær sem ég hygg að skipti mestu máli við mat á siðlegu gildi stór-
mennskunnar: hugmyndir um a) skömm eða sektarkennd, b) lífs-
lán eða góðan vilja, c) hetjudáðir eða hversdagsdáðir og d) hóg-
værð eða auðmýkt. Fyrst að því loknu getum við skorið úr um
hvort það sem flestir hafa „haldið að þeir héldu“ um stórmennsk-
una sé það sem þeir héldu í reynd.
a) Skömm eða sektarkennd.
Eins og fram kom í þriðja hluta er langt í frá að stórmennið þurfi
og þrái lofrollur í hvert mál. Hitt er jafnljóst að svið eða viðfang
stórmennskunnar er heiður:52 Stórmenninu er í mun að réttir að-
ilar sýni því verðskuldaða virðingu, á réttum tíma og í réttum
mæli. Andstæða virðingar er vanvirða eða skömm; og stórmennið
forðast sem heitan eldinn að verða svo vammhætt að það baki sér
skömm annarra. Skömm er afleiðing þess að vera staðinn að verki
af óviðeigandi aðila, við óviðeigandi kringumstæður, á óviðeig-
andi tíma: að vera veginn og léttvægur fundinn. Gríska orðið yfir
skömm, aidös, er náskylt aidoia, hversdagsorði um kynfærin. Að
þola skömm er því eins og að vera afhjúpaður og hafður til sýnis
með buxurnar á hælunum.53 En einnig getur verið full ástæða til
að skammast sín, hampi óverðugt og ódómbært fólk manni á
röngum forsendum. Það hefði til dæmis átt að valda keisaranum í
ævintýri H. C. Andersens sömu skömm þótt aðeins hann sjálfur,
fornöld voru komnar fram margar hugmyndir í anda SHN, t.d. hjá Platóni og
Stóuspekingum. Þær hugmyndir sem ég kenni hér við SHF voru engu að síð-
ur runnar Aristótelesi og flestum samtíðarmönnum hans í merg og bein.
52 Aristóteles gerði ráð fyrir að hver dygð ætti sér sitt tiltekna svið: afmörkun
þess sem dygðin fjallaði um.
53 Sjá Williams, Shame and Necessity, bls. 78.