Skírnir - 01.04.1998, Page 113
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
107
Fyrstu viðbrögðin eru að reyna að bæta fyrir eigin mistök, með
því að þægja öðrum en reiðast sjálfum okkur. Matið er á hinu
innra borði: vanþóknun sjálfráða persónu á eigin veikleikum og
viljinn að gera yfirbót.
Gallinn við þennan samanburð allan er sá, eins og Bernard
Williams hefur nýverið sýnt fram á, að ekki er heil brú í honum. I
fyrsta lagi má ljóst vera af því sem að framan greinir að óttinn í
SHF er ekki aðeins við að verða sér til minnkunar frarnmi fyrir
raunverulegum áhorfendum heldur ekki síður ímynduðum, það
er persónugervingum eigin hugsjóna. Maður skammast sín þann-
ig jafnt vegna athæfis sem rýrt hefði sóma manns hefði einhver
verið viðstaddur og þess sem gerði það í raun.5S Við sáum meira
að segja að jafnslæmt var talið að vera frægur af endemum, hvort
sem endemin voru skilin rétt eða mistúlkuð sem einhvers konar
höfuðburður af fávísum áhorfendum. Ekkert í SHF stangast
þannig á við kostinn á upplýstu persónulegu siðgæði sem gengur
í berhögg við álit meirihlutans.59 I öðru lagi má ekki draga þá
ályktun að fyrst ekkert sérstakt orð sé til í grísku yfir sektar-
kennd, til aðgreiningar frá skömm, þá hafi eðli hins fyrra verið al-
gjörlega framandi í SHF. Williams tilfærir ýmis sannfærandi
dæmi sem leiða í ljós að þau viðbrögð að reiðast sjálíum sér, vilja
bæta fyrir misgjörðir sínar og fyrirgefa eigin skuldunautum voru
jafnþekkt í SHF og þau eru í SHN. Alyktun hans er því sú að
aidös nái jafnt yfir það sem við nú á dögum köllurn skömrn og
sektarkennd, og að hin algenga forsenda að maður hljóti annað-
hvort að skammast sín eða kenna sektar - annaðhvort að vera
leiksoppur ytra mats eða sjálfbær dómari í eigin sök - sé einfald-
lega röng. Tvískiptingin er raunar, að dómi Williams, runnin frá
þeim algenga fordómi SHN að óbrúanleg gjá sé á milli stað-
reynda og gilda: sú staðreynd að ég verði mér til skammar frammi
fyrir öðrurn geti ekki á sama tíma verið uppspretta siðlegs mats.60
eigum hins vegar vart kost á öðru orði á íslensku þar sem „sekt“ er fremur
notað í lagalegum skilningi en siðferðilegum.
58 Shame and Necessity, bls. 81-82.
59 J. Kekes skjátlast því alvarlega um þetta atriði í „Shame and Moral Progress",
Midwest Studies in Philosophy, 13 (1988), sjá einkum bls. 289-90.
60 Shame and Necessity, bls. 90-95.