Skírnir - 01.04.1998, Síða 115
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
109
Engin ástæða virðist til að hafna hugsjón stórmennskunnar
fyrir þá sök að hún spretti upp úr hugarheimi þar sem efnislegar
mannverur með eðlilegar tilfinningar leiki lausum hala og vilji
koma ár sinni fyrir borð í samskiptum hver við aðra. Þvert á móti
virðist SHF hér fremri SHN. Það er þannig kostur, en ekki galli,
að kunna að skammast sín, af réttu tilefni og í réttum mæli, og
uppalendur ættu ekki að bæla slíkar hvatir niður hjá skjólstæð-
ingum sínum heldur ljá þeim þroskavænlega stefnu.64 Stórmennið
er stöðuglyndara en svo að það fái oft ástæðu til að skammast sín.
En skömmin, hinn ytri refsivöndur, er því stöðug, eðlileg áminn-
ing - ásamt hinni innri sannfæringu - um hvað til friðar þess
heyrir.
b) Lífslán eða góður vilji.
Berum enn niður í kaflanum um stórmennskuna í Siðfræði
Níkomakkosar:
Gifta virðist einnig leggja sitt af mörkum til stórmennsku. Ættstórt fólk
telst virðingarvert, og einnig valdamikið og auðugt fólk, því það nýtur
stöðu sinnar, en hvaðeina sem nýtur bctri stöðu er virðingarverðara. Þess
vegna verða menn jafnvel stórmannlegri af slíkum hlutum, því sumir
auðsýna þeim virðingu. I raun er þó aðeins hinn góði virðingarverður,
en sá sem nýtur hvors tveggja telst verðugri.65
Hér er að ýmsu að hyggja, en kannski rétt að víkja fyrst, til
skýringar, að þeim tveim dygðum sem koma næst á undan stór-
mennskunni á dygðalista Siðfræðinnar. Þær kallast „veglyndi“ og
„stórlyndi“; og við skjóta athugun kemur í ljós að báðar myndu
flokkast undir það sem við köllum venjulega örlæti eða gjafmildi.
En því þarf tvær dygðir til að lýsa einum mannkosti? Vegna þess,
segir Aristóteles, að þótt stórlyndur maður sé veglyndur er „veg-
lyndur ekki nauðsynlega stórlyndur“.66 Veglyndi er að vera örlát-
ur af smáum efnum, stórlyndi af miklum. Stórlyndið veltir því
64 David Tombs rökstyður þessa skoðun á sannfærandi hátt, í krafti hugmynda
Williams, í „‘Shame’ as a Neglected Value in Schooling“, Journal of Moral
Education, 29 (1995).
65 Siðfræði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 350 [1124a].
66 Sama rit, bls. 341 [1122a].