Skírnir - 01.04.1998, Side 116
110
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
meira fé en veglyndið: Sparir aurar duga ekki „þegar menn vilja
kosta til kórdansa á höfðinglegan hátt eða þríreimar eða borgar-
skemmtunar“.67 Það kostar klof að ríða röftum og þess vegna
„getur smælingi ekki verið stórlyndur, því hann býr ekki við þau
efni sem gera honum kleift að eyða á viðeigandi hátt“.68
Þarna birtist sama hugsun og í tilvitnuðu efnisgreininni á und-
an: Gifta „leggur sitt af mörkum“ til sumra dygða; og sá sem orð-
ið hefur aðnjótandi ytri gæða, sem oft koma vilja og dugnaði
hans sjálfs lítið við (til dæmis að hann fæðist inn í vel stæða fjöl-
skyldu), er verðugri en hinn sem fer á mis við þau. Nokkur
ágreiningur er að vísu uppi um hvort túlka eigi orð Aristótelesar
svo að „gifta“ efli einungis stórmennsku eða sé naubsynleg for-
senda hennar. Curzer heldur fram fyrri, og vægari, túlkuninni.69
Hún gengur honum þó, að mínum dómi, í tauma af tveimur
ástæðum: I fyrra lagi hefur stórmennið allar dygðir til að bera og
þar á meðal stórlyndið sem við sáum áðan að krefst giftu og ytri
gæða, ólíkt veglyndinu. I öðru lagi verður hér að huga að ýmsum
ummælum Aristótelesar um farsældina (eudaimonia), höfuð-
keppikefli mannlífsins. Skýrt kemur fram að hún er að vissu leyti
komin undir ytri aðstæðum sem ýmist eru tæki að einhverju far-
sælu marki eða hluti farsældarinnar sjálfrar: Þannig segir
Aristóteles á einum stað: „Sem fyrr segir virðist farsæld eigi að
síður þarfnast ytri gæða; það er erfitt eða ógerlegt að breyta fag-
urlega hjálparlaust"; og hann nefnir „fulltingi vina, auðs og
stjórnmálavalds“ sem „tæki“ í þessu sambandi. I beinu framhaldi
bætir hann því svo við að „skortur á sumum hlutum" spilli far-
sældinni, „eins og á ættgöfgi, barnaláni og fegurð, því afskræmd-
ur maður er varla líklegur til farsældar, maður af slæmu foreldri,
einsamall eða barnlaus", og trúlega enn síður sá sem á „alvond
börn og vini“ eða er „sviptur góðum börnum“.70 Aristóteles var-
ar samt sem áður við því að menn skilji orð hans svo að farsældin
67 Sama rit, bls. 343 [1122b].
68 Sama rit, bls. 343 [1122b].
69 H. J. Curzer, „A Great Philosopher’s Not So Great Account of Great Virtue:
Aristotle’s Treatment of ‘Greatness of Soul’“, Canadian Journal of
Philosophy, 20 (1990), bls. 520-21.
70 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 232-33 [1099a-b].