Skírnir - 01.04.1998, Page 119
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
113
Aftur stendur valið milli SHF og SHN og aftur ráðast afdrif
stórmennskunnar sem siðferðishugsjónar af því hvorn kostinn
við tökum. Eg hygg, í sem stystu máli sagt, að forsenda SHN sé
hér ekki eins raunsæ og hún kann að vera hugþekk. Orn Arnar-
son taldi mannúð okkar ná jafnlangt og matarvonina. Mér sýnist
að minnsta kosti rétt að segja að mannúðin upphefjist þegar mat-
arvonin hefur ræst. Getum við ætlast til þess að maður sem hang-
ir á horriminni, og þarf að strita nótt og dag til að sjá sér og sín-
um farborða, tileinki sér þær dygðir sem gera hann að stórmenni?
Getum við ætlast til að barn sem elst upp við forkastanlegar að-
stæður stökkvi skyndilega fram á sjónarsviðið, eins og Pallas
Aþena úr höfði Seifs, sem siðferðilegt mikilmenni? Varla; vissu-
lega hlýtur lán okkar í lífinu að ráða miklu um siðlegan þroska
okkar. Hljótum við ekki að kannast við að fólk geti átt við slíka
ódæma eymd að stríða að því séu í raun allar bjargir bannaðar?
Og er nokkuð athugavert við þá staðreynd að hverjum tekur sárt
til sinna: að vanhöld þeirra sem okkur þykir vænst um geti slegið
þverbrest í okkar eigin sjálfsmynd? Merkilegt er raunar að rök
þeirra nútímaheimspekinga sem svarað hafa þessum spurningum
játandi skuli ekki hafa síast út í samfélagið, þar sem hin kantíska
hugmynd virðist enn allsráðandi - að minnsta kosti í orði.
Gifta skiptir máli fyrir stórmennsku, sem aðrar dygðir, eins
og Aristóteles bendir réttilega á. Hún ræður miklu um upplag
okkar og uppeldi; þær aðstæður sem verða á vegi okkar í lífinu;
þá einstaklinga sem við kynnumst og tökum okkur til fyrirmynd-
ar og sem sambandið milli vilja okkar og verka: hvort afleiðingar
athafna okkar verði í raun þær sem til var ætlast.78 Við erum ein-
staklingar með sögu, fjölskyldu og samfélag að baki; ekki ein-
angraðar, brynvarðar skynsemisverur. Gæfa og verðleikar um-
hverfisins eru að einhverju leyti gæfa og verðleikar okkar. Hversu
þungt ok útilokar að fólk geti orðið stórmenni er svo annað mál.
Sumir virðast geta boðið erfiðum aðstæðum birginn og tileinkað
sér dygðir langt umfram það sem hægt er að ætlast til af venju-
legu fólki. Slíkt er aðdáunarvert; við hrósum að sjálfsögðu ekkj-
unni með aurana og öðrum sem virðast stíga feti lengra en fætur
78 Sjá upptalningu á tegundum siðferðilegs láns hjá Nagel, í „Moral Luck“.