Skírnir - 01.04.1998, Side 120
114
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
þeirra ná. En slík siðleg ofgnótt og oínenning er undantekning,
ekki regla.
I samfélagi okkar á Islandi eru til einstaklingar sem bera slíkt
mannraunaok að það drepur eðlilega úr þeim alla dáð. Sem betur
fer eru þeir þó ekki margir. Fæstir hér á landi eiga sér það til af-
bötunar, ef þeir ná ekki stórmennsku-stallinum, að hafa skort til
þess lífslán eða ytri gæði. Við getum jafnvel flest leyft okkur stór-
lynda gjafmildi, ekki eingöngu veglynda, þegar hún á við! Að
sama gildi ekki um alla íslendinga, hvað þá fólk í ýmsum öðrum
harðbalasamfélögum eða samfélagskimum, ætti síður en svo að
verða okkur ástæða til að hafna hugsjón stórmennskunnar, held-
ur þvert á móti hvatning til að tryggja sem flestum þær efnis- og
uppeldislegu aðstæður að þeir geti engu um kennt nema sjálfum
sér ef stórmennsku þeirra er áfátt.
c) Hetjudáðir eða hversdagsdáðir.
Ég hef áður svarað þeirri gagnrýni að stórmennið hreyfi hvorki
legg né lið nema vænleg afreksverk séu í boði. Stórmennið hlýtur
að vera skjótlegt til smáræða, jafnt sem sídrræða, svo fremi að
dygðir kalli, þótt því þyki þau síðarnefndu vissulega heimtufrek-
ari og meira spennandi. Allt um það er sú hugmynd ríkjandi í
SHF að iðkun dygða við tilteknar jaðaraðstæður, til dæmis hug-
rekkis þar sem hildur er háð, sé æðri iðkun þeirra við hversdags-
legri aðstæður, til dæmis hugrekkis á sjúkrabeði: hetjudáðir séu í
einhverjum skilningi merkilegri en hversdagsdáðir. Hin „opin-
bera“ hugmynd SHN er, þvert á móti, að jafnmiklu skipti að vera
trúr yfir litlu sem miklu; dygð krefjist ekki endilega frábærra
hluta heldur þess að við gerum hversdagslega hluti frábærlega vel.
Hetjuhugsjón SHF birtist víða í Siðfræði Níkomakkosar, og
ekki einungis í kaflanum um stórmennskuna. Hún skín til að
mynda glöggt af upptalningu Aristótelesar á sex siðferðisstigum:
skepnuskap, lesti, breyskleika, sjálfsaga, dygð og hetjudygð („of-
urmennskri dygð“), sem spanna eiga allan skalann frá hinu versta
til hins besta.79 Dygð er þannig góð en hetjudygð enn betri þar
79 Siðfræði Níkomakkosar, síðara bindi, bls. 99 [1145a].