Skírnir - 01.04.1998, Síða 122
116
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
glatar því meir gildi sínu sem missir manns við að afrækja hana
eykst, samanber máltækið að margir væru heiglar ef þeir þyrðu.
Einfaldasta lausnin á þessum vanda er sú að samþykkja hug-
mynd SHF um hetjudáðirnar en hafna útfærslu Aristótelesar á
henni. Oþarfi er að gera staðhæfinguna um að stórmennið drýgi
hetjudáðir, þegar nauðsyn krefur, að samloku við þann fordóm
að hugrekki sé hclst auðsýnt í hernaði. Aristótelesi skjátlaðist
vissulega um ýmis reyndaratriði í verkum sínum - fyrr væri nú
líka um fræðirit samin fyrir 2300 árum. Enginn tekur til dæmis
lengur alvarlega kenningar hans um myndugleika- og/eða vits-
munaskort kvenna, þræla og útlendinga, jafnvel ekki þeir sem
hæst hampa hugmynd hans um hið góða líf. Og það haggar ekki
gildi menntakenninga hans þó að við séum ósammála því reynd-
aratriði að ungmennum milli 18 og 21 árs aldurs væri hollast að
sinna líkamsþjálfun eingöngu. Hví skyldum við þá heldur nauð-
beygð að kyngja því reyndaratriði að sannasta hugrekkið birtist á
vígvellinum?
Raunar er ýmislegt í skrifum Aristótelesar sjálfs sem bendir til
þess að hetjulund stórmennisins geti birst í öðrum, að minnsta
kosti jafngöfugum, myndum. Þannig tekur hann Sókrates sem
dæmi um stórmenni82 - og er það naumast fyrir afrek hans í
hernaði.83 Þá getur Aristóteles þess hvernig „göfgi og sálarstyrk-
ur“ hjálpi mönnum að „afbera þolgóðir margvíslegar árásir ógæf-
unnar“ sem grafi undan farsæld þeirra.84 Skyldi það ekki einmitt
sönnu næst að sjaldan reyni eins á hugrekki einstaklingsins og í
baráttunni við sjúkdóma og önnur bágindi sem herja á sjálfan
hann eða hans nánustu? Þeir sem komast keikir út úr slíkum
raunum eru sannkölluð stórmenni. Hugrekki er, eins og Vil-
hjálmur Árnason hefur minnt á í snjallri grein, ekki sjaldgæf dygð
sem einungis reynir á við sérstakar aðstæður.85 Vart líður svo
dagur að ekki komi til kasta þess að einhverju marki, alls ekki svo
82 Sbr. Analytica Posteriora [97b].
83 Alkíbíades hrósar Sókratesi að vísu einmitt fyrir hugrekki í hernaði í Sam-
drykkju Platóns, þýð. Steingrímur Thorsteinsson (Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1959), bls. 111-13 [219-21].
84 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 238-39 [1100b].
85 „Um hugrekki“, Lesbók Morgunblaðsins, 24. ágúst (1996), bls. 3.