Skírnir - 01.04.1998, Page 123
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
117
ár, hvað þá heil mannsævi, að bogi þess spennist ekki til hins
ýtrasta. Meira að segja má leiða rök að því að börn og unglingar
þurfi nú á dögum á stórmannlegu hugrekki að halda sem aldrei
fyrr, þegar atvinnuforheimskendur reyna hvað þeir geta til að
steypa alla í sama mót og það er orðið sérstakt afreksverk að þora
að „vera öðruvísi".86
Niðurstaða mín er því sú að stórmennska krefjist sannarlega
hetjudáða; ef til vill annars konar hetjudáða en Aristóteles tók
einatt dæmi af, en hetjudáða samt. Undanbragðalaus viðurkenn-
ing þessa er enn ein rósin í hnappagat SHF.
d) Hógvœrð eða aubmýkt.
Það þykir ekki góð latína í SHN að viðurkenna fyrir sjálfum sér,
hvað þá að gefa í skyn út á við, að maður eigi niður til annarra að
sjá að einhverju leyti. Ekki er öllum veitt allt jafnveglegt, er hin
hefðbundna áminning: Þótt einn hlaupi hraðar en hinir, klífi
hærri fjöll eða sé fljótari að leysa stærðfræðijöfnur þá stendur
hann þeim örugglega að baki á einhverjum öðrum sviðum; og á
endanum eru allir jafnir að manngildi.87 Því er rétta afstaðan sú að
gera heldur minna en meira úr eigin afreksverkum: að temja sér
auðmýkt. Þessi afstaða í SHN dregur vitaskuld dám af jafnaðar-
hugmyndum sem hafa mjög látið að sér kveða síðan á upplýsing-
aröld og birtast skýrast í kenningu Kants um mannlega einstak-
linga sem óviðjafnanlegar, jafngöfgar og -gildar persónur í ríki
markmiða.88 Kristnu áhrifin eru einnig augljós: Sá sem niðurlægir
sjálfan sig mun upphafinn verða, og svo framvegis. Imynd
aristótelíska stórmennisins, sem er að sögn verðugra en aðrir og
veit af því, lýsir stolti sem er radix omnium malorum samkvæmt
guðfræðilegri þrætubók: rót lastanna.
86 Sjá sama rit, sem og ritgerð mína, „Líður þeim best sem lítið veit og sér?“,
Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992).
87 Sjá t.d. A. Ben-Ze’ev, „The Virtue of Modesty“, American Pbilosophical
Quarterly, 30 (1993).
88 Kant áleit að vísu ekki að allir menn hefðu sömu siðlegu verðleika en hann
taldi engum nema Guði almáttugum kleift að skera úr um hvort einn væri
öðrum betri.