Skírnir - 01.04.1998, Page 124
118
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Curzer reynir hvað hann getur til að andmæla þessari túlkun á
stórmennskunni sem holdtekju stolts (í hinum kristilega skiln-
ingi); stórmennið telji sig ekki verðugra en það er, eins og hinn
stolti, því það sé samkvæmt skilgreiningu raunsætt á eigið ágæti.
Niðurstaðan verði þannig ekki sú að stórmennska stangist á við
kristna lífssýn heldur að samkvæmt þeirri lífssýn séu engin stór-
menni til.89 Þessi vörn tekur, að mínum dómi, fremur skammt frá
borði þar sem Aristóteles er að sjálfsögðu ekki að lýsa manngerð
sem er einber hugarsýn, án stoðar í veruleikanum. Hann er að
lýsa tiltekinni raunverulegri manngerð sem fyrirmynd í siðlegu
uppeldi. Samkvæmt kristninni er útilokað að hin svokölluðu
stórmenni geti haft á réttu að standa um eigin stöðu hér á jörð og
því er falskur sjálfsskilningur þeirra löstur.
Ber okkur að hafna stórmennskunni vegna þess að hún stang-
ast á við jafnaðarhugsjón SHN? Hyggjum fyrst að því að dæmin
sem tekin eru um misskiptingu mannlegra hæfileika - og þar með
á endanum vegið jafngildi þeirra - eru oftast af hlaupurum, fjall-
göngumönnum eða klárum eðlisfræðingum: „Þótt þú hlaupir
hraðar en Jón þarftu ekki að vera betri vinur vina þinna en hann“,
og svo framvegis.90 En hvað ef maður ber ægishjálm yfir aðra á
hinu siðferðilega sviði, er einfaldlega dygðugri en fjöldinn? Þessi
spurning, sem séð frá bæjardyrum SHF er hin eðlilegasta, skapar
SHN tvíþættan vanda. Annaðhvort verður talsmaður SHN að
svara því til að enginn sé, þegar öllu er á botninn hvolft, siðlega
betri en annar. En það virðist fáránlegt svar; er Nelson Mandela
þá ekki betri manneskja en Saddam Hussein? Eða talsmaðurinn
verður að benda á að þótt einn sé betri en annar á siðferðilega
sviðinu kunni hann að vera lakari á öðrum sviðum (hlaupi ekki
eins hratt, klífi ekki eins há fjöll). Gallinn við það svar er að sið-
ferðilega sviðið virðist ljá okkur hinn endanlega mælikvarða á
manngildi. Ef persóna er illmenni mildar það síst mat okkar á
henni þótt hún sé spretthörð.
89 „Aristotle’s Much Maligned Megalopsychos", bls. 148-49. Curzer bætir því
þó við neðanmáls að Jesús sé hér hugsanlega undantekning.
90 Stephen Hare bendir á þetta í „The Paradox of Moral Humility", American
Philosophical Quarterly, 33 (1996).